Pages

Monday, April 12, 2010

Spenningur

Þá er skýrslan hin mikla loksins komin út. Ég er búin að dánlóda henni inná tölvuna mína og lesa ágripið. Stefnir allt í svaðalega lesningu. Ég ætla mér að lesa þessa skýrslu alla, þó það muni taka mig allt sumarið...... Margt af þessu vissi maður reyndar fyrir. Þegar við bifrastarskvísurnar vorum að gera rannsóknarverkefni um jöklabréf þá tókum við viðtal við einn af hagfræðingum Seðlabankans sem sagði mjög pent við okkur að ef bankarnir héldu þessu áfram þá myndi það enda með stórum skell á þjóðfélagið. Það var um vorið 2007. En enginn virtist gera neitt í málunum, þrátt fyrir að öll bankastjórn Seðlabankans vissi alveg uppá hár hvað myndi gerast. Stór-merkilegt alveg. Get ekki beðið eftir að lesa meira :D

Tvær síðustu helgar voru fitness keppnir hérna á landinu, fyrst Íslandsmótið í fitness og vaxtarækt og svo síðustu helgi var Grand Pix mótið. Maður verður alveg sjúkur eftir svona áhorf. Ég er hér með búin að ákveða að ég ætla að keppa aftur í módel-fitness í nóvember næstkomandi. Núna verður þetta gert almennilega. ALL IN!!! Ætla að láta sérsauma á mig sundbol og bikini (sem ég er sko búin að hanna), hafa pósurnar alveg á 100% hreinu og fá aðstoð frá EINNI manneskju við mælingar, mataræði og æfingar alveg frá day 1. Ekki eins og ég gerði síðast þegar ég var að fá ábendingar og leiðbeiningar héðan og þaðan sem stönguðust jafnvel á við hvort annað og maður var bara í ruglinu :/ Er rosalega spennt að byrja og finnst eiginlega bara allt of langt í ágúst þegar maður getur byrjað að kötta ;)

Næstu helgi verður stelpuhelgi hjá mér og Eddu. Erum að fara tvær saman til Akureyrar að keppa á Sunnumótinu í Kraftlyftingum. Erum búnar að redda okkur gistingu nánast í miðbænum, beint á móti líkamsræktarstöð og læti. Ætlum að standa okkur eins og hetjur í bekknum og deddinu og mála svo bæinn rauðann um kvöldið, újé :D

No comments: