Friday, February 12, 2010

Long time no see

Er búin að vera ansi löt að skrifa undanfarið, var bara aðeins að vonast eftir einhverjum viðbrögðum við síðustu færslu minni um sætu strákana í "The vampire diaries". Er því miður búin að horfa á alla þættina sem komnir eru af því (13 þættir) og ætla næst að prófa "Accidentally on purpose" sem eru einhverjir grínþættir með Jennu Elfman í aðalhlutverki. Mér hefur alltaf fundist hún fín, fyrir utan þegar hún leikur leiðinlegu gelluna í Ed TV.Annars var ég að byrja á nýju æfingaprógrammi í vikunni, geggjað skemmtilegt. Stútfullt af allskonar core æfingum. Fullt af æfingum í TRX, með og á bolta, á einum fæti og fleiri skemmtilegheit. Einnig þessi hér sem er massa erfið og kallast turkish get up. Mæli með henni.

No comments: