Sunday, May 10, 2009

Skólinn búinn

Fór í síðasta lokaprófið mitt í skólanum í gær. Ekkert smá gott að vera búin með þetta. Var komin með svo mikinn námsleiða að metnaðarleysið var alveg að gera út af við mann. Fékk svo að vita strax úr prófinu (sem var annars vegar munnlegt og hins vegar verklegt) og stóð ég mig bara með ágætum alveg hreint. Útskriftin verður svo 6. júní og þá verð ég formlega ÍAK einkaþjálfari. Spennandi. Er að velta fyrir mér hvort ég eigi að fara svo í ÍAK íþróttaþjálfarann í haust, sem er nokkurs konar framhald á einkaþjálfaranum. Er að melta þetta allt saman. Ætla allavega að reyna að fá vinnu sem einkaþjálfari í sumar og meta svo út frá því hvað ég ætla að gera í framhaldinu.

Annars erum ég og Edda að fara að hittast á morgun og taka upphafsmælingar og myndatöku. Verður gaman að sjá hvað kemur út úr því. Þannig séð.... Getum þá allavega sett okkur svo einhver almennileg markmið og svoleiðis út frá því.

1 comment:

Edda said...

nei heyrðu! önnur færsla verð ég þá að fara að standa mig líka!

Sjáumst í dag!