Pages

Wednesday, May 13, 2009

Bleeehh

Þá er fyrsta mæling og myndataka afstaðin í undirbúningnum fyrir keppni. Við vorum báðar afar sáttar með hvernig myndirnar komu út, erum á góðri leið með að verða alveg heeel-massaðar!!! Því miður voru niðurstöðurnar úr mælingunum ekki alveg jafn kætandi....en það var sennilega ekki við öðru að búast. Mataræðið ekki búið að vera alveg 100% og svo er líka alveg eðlilegt að standa í stað á vigtinni og sentimetrum fyrst þegar maður byrjar að lyfta svona þungt. Ég hafði ekki hugsað mér að setja niðurstöðurnar úr mælingunum né myndirnar hér á síðuna eins og er, en það er aldrei að vita nema ég skelli þeim inn í lok undirbúningsins til að sýna breytingarnar.

Við byrjuðum í síðustu viku á nýju prógrammi sem er ætlað til þess að byggja upp vöðvamassa. Þá erum við að taka 4 sett af hverri æfingu og fá reps með miklar þyngdir. Til að útskýra betur þá ætla ég að nota Fótapressu sem dæmi:
Sett 1 = 80 kg, 10 sinnum
Sett 2 = 90 kg, 8 sinnum
Sett 3= 100 kg, 6 sinnum
Sett 4 = 110 kg, 4 sinnum
Maður á alveg að klára sig í hverju einasta setti. Ef maður er með 90 kílóin og búin með 8 reps og finnur að maður á meira inni þá heldur maður áfram þangað til maður er búinn. Eins ef maður er kominn uppí 110 kílóin og getur bara gert 2 reps, þá nær það bara ekkert lengra. Eins lengi og maður finnur að maður hafi klárað sig algerlega.

Mér finnst rosalega gaman að lyfta á þennan hátt. Maður er fljótur að sjá árangur og í hverri viku er maður að bæta sig í einhverjum æfingum. Lovvvv it.....

1 comment:

Anonymous said...

Já þetta er flott hjá ykkur, hlakka rosalega til að koma og sjá ykkur keppa ;) ánægð með ykkur

kv, Zanný