Friday, May 8, 2009

Ahoj

Ég ætla að byrja aftur að blogga hérna á síðunni minni. Í tilefni þess þá hressti ég aðeins uppá hana. En ástæðan fyrir því að ég hef ákveðið að byrja aftur að tjá mig hérna á internetinu er einfaldlega sú að ég hef svo mikið að segja. Og þá er ég ekki að tala um hluti eins og hvað ég ætla að hafa í matinn í kvöld eða hvernig sokkarnir mínir eru á litinn. Heldur allskonar hugleiðingar í sambandi við æfingar, mataræði og þess háttar. Málið er að ég og Edda vinkona mín höfum tekið þá ákvörðun að taka þátt í fitness í nóvember næstkomandi. Við erum nú þegar byrjaðar að undirbúa okkur með því að byggja upp vöðvamassa, þar sem við viljum hafa nóg af honum áður en við byrjum í niðurskurði, sem verður nánar tiltekið þann 1. ágúst. Ég ætla sem sé að nota þessa síðu til að koma á framfæri vangaveltum mínum í sambandi við undirbúninginn og svoleiðis. Hver veit nema eitthvað ómerkilegt fái svo að fljóta hérna með, ef mér leiðist virkilega.

5 comments:

Anonymous said...

og ég mundi slóðina!

verð ég þá að opna bloggið mitt líka aftur hí hí :)

Edda

Rósa said...

Heheh dugleg :)
Og játs....auðvitað verður þú líka að opna þína, það nennir örugglega enginn að lesa þetta heilsukrapp nema við sjálfar þannig að við verðum að blogga fyrir hvor aðra....hahahh :)

Anonymous said...

hehehe vá maður bara dottinn út af "the people" list

kv, Zanný

Rósa said...

heheh er ekki líka soldið miiiiikið langt síðan þú hættir að blogga vinan?

Anonymous said...

hehe jú þú ert samt með fullt af fólki sem bloggaði síðast á svipuðum tíma og ég... eða búið að loka blogginu

kv, Zanný