Monday, June 1, 2009

Þynnka

Orðið sooooldið langt síðan ég bloggaði síðast. En ég er bara búin að vera að njóta góða veðursins, mæta í ræktina og klára að horfa á 7. seríu af The biggest loser. Vá hvað ég elska þessa þætti....og vá hvað ég eeeeelska Bob Harper, sjitt. Er samt að velta því fyrir mér hvort hann sé nokkuð fyrir stelpur....en fann ekkert um það á netinu ;)

Það er varla frásögu færandi, en ég fór út að djamma á laugardagskvöldið. Ásta Magga og Rannveig komu hingað til mín og við fórum saman út að borða á Fridays og svo heim til mín þar sem við fengum okkur í glas, tókum okkur til og skelltum okkur svo í bæinn uppúr 1 leytið. Það var svaka stuð í bænum og ég varð alveg haugadrukkin. Ég varð alveg það ölvuð að ég man voðalega lítið eftir þessari bæjarferð. Ég hef ekki hugmynd um hvað kl var þegar við komum heim einu sinni. Og men hvað dagurinn í gær var svo erfiður. Gat ekki borðað neitt fyrr en uppúr 5 leytið og hélt svo engu niðri. Enda léttist ég um 2 kg á þessum eina degi, og margir myndu sennilega vera ánægðir með það.....en ég er að reyna að byggja mig upp og má því engan veginn við því að léttast svona mikið. En þetta er náttúrulega bara vökvatap, maður er fljótur að ná því upp aftur. Búin að drekka fullt af vatni og fékk mér glútamín áður en ég fór að sofa í gærkveldi og svona. Svo fékk ég mér góðan morgunmat (meira en venjulega) áður en ég fór að lyfta í morgun til að reyna að koma í veg fyrir að ég myndi klára mig í fyrstu æfingunum. Og viti menn, ég komst í gegnum allar æfingarnar og bætti mig í langflestum. Hjúkk. En vá hvað ég ætla að muna eftir þessu næst þegar ég er að spá í að fara á djammið. Ekki alveg þess virði. Spurning hvort maður eigi ekki bara að hætta að drekka, fyrir utan kannski eitt og eitt rauðvínsglas.....

Annars er ég að fara að útskrifast sem ÍAK einkaþjálfari næstkomandi laugardag. Það verður haldin grillveisla heima hjá einum skólafélaganum í tilefni dagsins, held það verði bara gaman :)

2 comments:

Anonymous said...

oohhh! kommentið kom ekki!!

Edda

Anonymous said...

noohh... jæja! ég var eitthvað að segja að ég væri hrædd um að Bob Harper væri ekki fyrir stelpur :) og að þú ættir bara að hætta að drekka og vera edrú með mér í partýum :)

held það hafi ekki verið meira :)