Monday, August 11, 2008

Búin

Þá er ég búin að skila af mér ritgerðinni í prentun. Loksins. Það er ekkert smá mikill léttir að vera búin að þessu.....búin að hafa þetta hangandi yfir mér í allt sumar þannig að það er rosa gott að vera búin að losa sig við þetta. Allavega í bili. Þarf náttúrulega að sækja hana til prentarans á morgun, borga honum fuuuullt af peningum fyrir og skila henni svo uppá Bifröst. Tókst að senda ritgerðina tvisvar í yfirlestur þrátt fyrir að hafa verið alveg á síðasta snúning með það. Vona bara að hún sé nógu góð til að maður fái nú að útskrifast í september. Myndi sko alls ekki meika að skrifa annað svona stykki......

En nú eru bara skemmtilegir tímar framundan. Einungis 3 dagar í New York og 4 dagar í Mexico með flottum hópi fólks. 2 vikur af sól og blíðu......vá hvað ég get ekki beðið. Er aðeins byrjuð að pakka niður....er að reyna að hemja mig í að gera það ekki allt alveg strax....en ég er bara svo spennt að ég get ekki beðið. Hef aldrei áður farið út fyrir Evrópu þannig að það verður rosa gaman að heimsækja tvo staði í Norður-Ameríku í sömu ferðinni. Stoppum reyndar ekki einu sinni sólahring í New York....en samt. Lendum á JFK flugvellinum og ætlum að taka leigubíl (helst gulan) til Manhattan og þar ætlum við að skoða Brooklyn brúnna, Ground zero, Empire state building, Chinatown og/eða eitthvað fleira. Fer eftir því hversu mikið við nennum að skoða. Svo ætlum við bara að djamma þangað til við eigum að fljúga til Mexico næsta morgun um 8 leytið. Eigum pantað eitthvað hótelherbergi þarna í NY alveg við flugvöllinn....en mig grunar sterklega að það verði ekkert notað. Nema þá til að geyma töskurnar. Flugið frá NY til Mexico er alveg 5 tímar þannig að við getum bara sofið þá......

Vííííí

2 comments:

Edda said...

TIL HAMINGJU!! þetta er bara truflað stuð hí hí... Það verður örugglega mjög gaman hjá ykkur í Mexíkó, mín útskriftarferð verður bara mestalagi í útilegu :) Sjáumst kannski í ræktinni í dag ;)

Steinunn said...

Æðislegt, innilega til hamingju, þú ert alger hetja ;) Drekkur nú fyrir mig eins og einn mojhito í Mexico =)