Pages

Wednesday, August 13, 2008

Bráðum verð ég viðskiptafræðingur

Jæja þá er ég búin að skila 5 útprentuðum, gormuðum og plöstuðum eintökum af ritgerðinni minni uppá Bifröst plús eitt rafrænt eintak......og eftir innan við mánuð þá mun ég útskrifast sem viðskiptafræðingur (ef við gefum okkur að ritgerðin mín sé nógu góð til að ná 5). Ég trúi þessu barasta ekki. Núna er óhætt að segja að ég sé að verða fullorðin. Þarf að fara að ákveða hvað ég ætla að gera við líf mitt og svona....Úff....mig langar ekki til að taka svona stórar ákvarðanir strax, mér finnst ég bara ekki vera alveg tilbúin í það. En maður getur víst ekki forðast það endalaust.....því miður eiginlega.

Á morgun er svo ferðinni heitið til New York og svo til Mexico þar sem ég ætla að dvelja í 2 vikur. Býst ekki við að ég muni nenna að tölvast eitthvað þar þannig að ég kveð bara að sinni. Eigið góðar stundir......


Hér koma nokkrar sumarmyndir í kveðjuskyni:

Elín Mist að leika í tjaldi útí garði hjá mömmu og pabba

Sævar Emil algjör töffari

Ég, Elín Mist og Ingigerður frænka í sumarbústað á heitasta degi sumarsins

Elín Mist í útilegu um versló

Kannski ég sé að reyna að laða að mér sæta stráka með þessum stút

Jæja ég er farin að pakka....

1 comment:

Anonymous said...

Góða ferð og hafðu það æðislega gott í útlöndum... Kveðja Rannveig