Pages

Thursday, August 7, 2008

5 dagar til stefnu

Eins og dyggir lesendur þessarar bloggsíðu minnar hafa væntanlega tekið eftir þá hefur lítið verið um blogg hér uppá síðkastið. Það eru nú nokkrar ástæður fyrir því. Í fyrsta lagi þá er ég að fara að skila BS ritgerðinni minni eftir hvorki meira né minna en 5 stutta daga. Þar af leiðandi er ég búin að vera mjög dugleg að gera allt annað en skrifa. Í síðustu viku fór ég til dæmis í sumarbústað í tvo daga með mömmu, mágkonu minni og börnum. Einnig fór ég í útilegu um verslunarmannahelgina á Þóristaði með góðum hópi fólks. Svo má ekki gleyma sjónvarpsglápinu. Á síðustu dögum er ég búin að afreka það að horfa á eina og hálfa seríu af Lost. Ég hef mikið velt því fyrir mér af hverju ég er svona kærulaus með þetta, en samt er ég með þessa blessuðu ritgerð á heilanum allan liðlangan daginn. Ég á bara svo erfitt með að sitja kyrr og aksjúllí skrifa hana.

Eeeen sem betur fer áttaði ég mig á því um helgina hversu lítill tími væri eftir. Er búin að vera dugleg að skrifa síðan þá og get ég loksins sagt það að ég er bara eiginlega alveg næstum því að verða búin. Á eftir að laga einn kafla og svo bara eitthvað dútlerí eins og að laga línubil, spássíur, haus og fót og þannig drasl. Er búin að panta mér hjálp við það á laugardagskvöldið.

En ég er sem sagt ekki ennþá búin að senda ritgerðina mína í yfirlestur, en það gleður mig mjög mikið að geta sagt það að ég er að fara að gera það á EFTIR. Ætla aðeins að fikta í þessum eina kafla sem ég á eftir að laga, prenta út allt heila klabbið, lesa það yfir sjálf og laga villur sem ég sé....og svo er það bara SEND. Síðan verð ég bara að leggjast á bæn um að ég fái ritgerðina til baka í heilu lagi annað kvöld. Bjartsýnin alveg að drepa mann hérna. En verð ég svo heppin þá get ég eytt helginni í að laga athugasemdirnar og dútleríið.

Gripurinn mun svo sendast í prentun uppí Borganes á seinnipart mánudagsins og mun ég ná í hana þegar ég bruna uppá Bifröst á þriðjudagsmorguninn til þess að skila honum inn. Ég trúi bara ekki að það sé að koma að þessu. Þið vitið hvað það þýðir er það ekki.......

Það er bara VIKA þangað til ég fer til New York og Mexico !!!!!!!

3 comments:

Anonymous said...

Til hamingju með það! :) Þetta er voða voða ljúft, sérstaklega þegar maður er farin að geta talið klukkustundirnar:)
Gangi þér vel á lokasprettinu skvís:)

Anonymous said...

það er alltaf gott að vera bjartsýnn :) en ég er líka farin að hlakka til að þú klárir því þá erum við að fara að pakka og gera allt til :)

Kveðja Magga

Anonymous said...

hæ hæ sæta.. Ég er alveg ótrúlega stolt af þér hvað þú ert mikill snillingur og með endalausa orku... :) átt það svo skilið að vera uti í Mexico að djamma og djusa :) drekkur nokkra fyrir mig..

kv, Zanný