Monday, July 28, 2008

Bifrestingar á djamminu

Innflutningspartýjið á laugardaginn heppnaðist ótrúlega vel. Ég bjó til heitan brauðrétt og áfenga bollu sem bæði sló rækilega í gegn hjá öllum þeim sem lögðu í slíkt. Ekki oft sem ég slæ í gegn í eldshúsinu og þar af leiðandi er ég ótrúlega montin. Við fórum niður í bæ að partýjinu loknu og lá leiðin okkar á English Pub, þar sem orðrómur var á kreiki þess efnis að þar væru allir sætu strákarnir. Hmmm....urðum nú ekki alveg varar við það. En við skemmtum okkur samt sem áður rosa vel. Færðum okkur yfir á Hressó seinna um nóttina til þess að fara að dansa. Þar vorum ég, Zanný og Sigga spurðar um skilríki við innganginn. Það er fátt betra til þess að peppa upp sjálfstraustið hjá svona gömlum kjéllum sem okkur. Áður en við vissum af vorum við bara Bifrestingar eftir á djamminu. Hvernig stendur á því að þegar maður fer að djamma með hópi af blönduðu fólki (sem sagt Bifrestingum og ekki-Bifrestingum) að Bifrestingarnir endast alltaf lengst. Erum við komin með svona mikla þjálfun í djammi og djúsi að við höfum meira úthald en allir hinir? Ég hreinlega veit ekki hvort það er jákvætt eða neikvætt... En við allavega enduðum á Nonnabita og var ég svo komin heim einhverntíma seint og síðar meir. Það skemmtilegasta af öllu var að ég var algerlega laus við þynnku daginn eftir. Ég og Magga skelltum okkur í sund um hádegisleytið, fengum okkur svo sveittann hamborgara og gamlan ís úr ísbúðinni í Vesturbænum á Grensásveginum í eftirrétt. Nammi namm.

Í morgun fór ég svo loksins í viðtalið við starfsmannastjóra Ölgerðarinnar, þannig að ég ætti að geta haldið áfram með þessa ritgerð mína. Það var markmið mitt að vera komin uppí 10.000 orð um helgina, en því miður náði ég bara uppí 8.000. Ekki alveg nógu sátt með það. Er á fullu að reyna að bæta upp fyrir þetta núna. Verð að vera komin með 10.000 orð á morgun svo ég geti sent í fyrsta yfirlesturinn......þó fyrr hefði verið.

Núna eru bara 14 dagar í skil á ritgerðinni og svo 16 dagar í útskriftarferðina......

3 comments:

Steinunn said...

Tjahh Bifrestingar hafa nú lengi verið kenndir við mikinn djammþorsta og þol eftir því..er samt á því að þetta fari hratt minnkandi, allavega entist ég ekki nema fram á miðja nótt á ættarmótinu. Hvort það var þolleysi eða bara 150 ruglaðir ættingjar sem stytti tímann veit ég svo sem ekki :)

Vona að þú náir sem fyrst upp í 10.000 orð..spurning hvort þú sért game í eitt djamm um helgina ef vel gengur hjá þér í vikunni ?

Anonymous said...

hæ hæ

Takk fyrir síðast, mjög gaman að kíkja til þín þó ég hafi verið alein edrú hjá þér... Trúi vel að það hafi verið stuð í bænum.

Gangi þér vel með ritgerðina. Sýnist þér ganga mjög vel!

Edda

Anonymous said...

já þetta var helv.... gaman segi nú ekki annað. Ég var einmitt voðalega lítið þunn líka deginum eftir sem var mjög gott enda brunaði ég upp í Húsafell til m&p.

en takk fyrir mig í partyinu, góður réttur en ég var ekki að treysta mér í bolluna :)

kv, Zanný