Pages

Tuesday, June 17, 2008

Helgin

Ég stakk af í bæinn síðastliðinn fimmtudag og skildi tölvuna eftir heima. Kom svo ekkert aftur hingað á Bifröst fyrr en seint á sunnudagskvöldið. Það er ótrúlega næs að taka svona frí frá tölvunni annað slagið. Fékk reyndar stundum svona á tilfinninguna eins og ég væri að missa af einhverju....en það var svo fljótt að fara. En í stuttu máli þá var langa helgin mín svona:

Fimmtudagur: Fór á James Blunt tónleikana. Alger snilld. Ekki hægt að segja annað.
Föstudagur: Fór í Sporthúsið og svo í sund þar sem ég lá í sólbaði í nákvæmlega 2 klst. Næs. Um kvöldið grilluðum við heima hjá Möggu og Guðný og Benni komu líka. Spiluðum aðeins og svo fóru þau eitthvað út. En af því að ég var eitthvað slöpp ákvað ég að vera heima að horfa á vidjó.
Laugardagur: Fórum uppá Þingvelli þar sem foreldrar Möggu voru í útilegu. Tókum langan göngutúr um svæðið og grilluðum svo hamborgara um kvöldið. Svo vorum ég og Magga bara rólegar um kvöldið, fórum ísrúnt og horfðum á sjónvarpið.
Sunnudagur: Keypti mér tungusófa í Húsgagnahöllinni. Fór og skrifaði undir leigusamninginn og að afhenda tryggingavíxilinn á fínu íbúðinni minni sem ég flyt í eftir 2 vikur. Fór svo heim til mömmu þar sem hún var að taka herbergið sitt í gegn og fann ég þar fulla skúffu af gömlu skóladóti frá mér. Erum að tala um dót frá allri minni grunnskólagöngu. Rosalega var ég mikið séní þegar ég var yngri....var alveg búin að steingleyma því. Það voru bara 9 og 10 í öllu sko. Fann líka einhverja grein þar sem ég átti að skrifa mína helstu kosti og galla og ég gat ekki annað en hlegið þegar ég las það. Ég var 11 ára á þessum tíma. Að mínu mati var helsti kostur minn sá að ég hló að öllum bröndurum og minn helsti galli var sá að ég væri svo rosalega frek að mig langaði helst til þess að ráða öllu. Maður var greinilega ekkert að skafa utan af hlutunum þarna í gamla daga......hehhe.

Ég er búin að fá inngöngu í einkaþjálfaranám ÍAK í haust. Ótrúlega spennt fyrir því. Annars er ég bara sárlasin hérna heima. Er að fara uppá Skaga með Elínu mína til þess að halda uppá 17. júní. Miðað við hausverkinn sem ég er með núna.....þá held ég að þessi dagur verði ekki skemmtilegur.....

3 comments:

Anonymous said...

Vá til hamingju með inngönguna :) Þetta verður spannandi :) En farðu nú að láta þér batna! Það þíðir ekki að vera lasin í allt sumar :/
Kveðja Magga

Rósa Soffía said...

Takk Magga mín. Er sko komin með Panodil hot og fleiri vopn til að reyna að drepa þessa ljótu flensu. Alveg komin með ógeð.

Anonymous said...

Til hamingju með inngönguna, sá rétt glitta í þig í gær á skemmtuninni.. ég kem svo til þín í einkaþjálfun þegar þú ert búin að læra... kveðja Rannveig