Pages

Tuesday, December 17, 2013

Útlanda-myndir

Ég kom heim eldsnemma síðastliðinn laugardagsmorgun, eftir 12 daga ferðalag um Miami, Orlando og Boston. Ég nenni ekki að vera að skrifa einhverja svaka ferðasögu, en þetta var klárlega frábært!

Miami var sérstaklega geggjað; æðislegt veður, ströndin, sólbað, mikið labbað og mikið fjör. Myndi klárlega fara þangað aftur. Orlando var reyndar frábært líka, skemmdi samt soldið fyrir að við við fengum ekki alveg jafn mikla sól þar og hótelið okkar var staðsett soldið frá öllu þannig að við vorum í endalausum leigubílaferðum hingað og þangað. En við fórum í Wet´n´wild vatnsrennibrautagarðinn, versluðum eins og mofo í Premium outlets, fórum í rosa flott minigolf og héldum á litlum krókódíl. Svo millilentum við í Boston á leiðinni heim í 7 tíma. Fórum niðrí miðbæ þar að skoða okkur um og það var ÓGEÐSLEGA kalt og við nátttúrulega ekkert með úlpur og húfur meðferðis. En við röltum þar aðeins og fengum okkur heitt kakó til að hlýja okkur. 

Nokkrar myndir úr ferðalaginu:

Miami
Í ræktinni á Miami
Að fara á tónleika í Miami
Boy George tónleikar í Miami
Fórum í siglingu til þessarar eyju á Miami
South Beach Miami
Risa jólatré á Lincon Road á Miami
Á "brimbretti" í Miami
Sólsetur á Miami
Í hótelgarðinum á Miami
Rennibraut í wet´n´wild, þessi var geðveik!
Rennibraut í wet´n´wild, blackhole :) mjög skemmtileg
Þessi rennibraut var eiginlega hræðilegust! fékk ekkert smá í magann

Það var aðeins verslað í Premium Outles í Orlando
Hótelgarðurinn í Orlando
Boston
Drukkið heitt kakó í Boston

No comments: