Pages

Monday, April 7, 2008

Missó

Þá er fyrsta deginum í missó lokið. Hann gekk nú bara eins og ég bjóst við..... Ekki neitt.

En í missó erum við sem sagt að fara að skoða rekstur fyrirtækisins Icelandic group sem hefur verið rekið með tapi síðustu ár, eða alveg síðan þeir breyttu um félagaform og skráðu sig á markað. Við erum samt ekki alveg búin að ákveða nákvæmlega hvernig við ætlum að tækla efnið. Kannski við skoðum hugsanlegar ástæður fyrir því að fyrirtækið sé rekið með tapi og mögulegar úrbætur. Kannski við förum útí þann pakka að skoða hvort að einhver grundvöllur sé yfir höfuð fyrir starfsemi Icelandic group eins og hún er í dag. Kemur allt í ljós þegar við förum að vinna verkefnið að einhverju viti. Dagurinn í dag fór sem sagt bara í það að koma okkur fyrir í aðstöðunni sem við fengum úthlutaða og upplýsingaöflun. Mæting á morgun kl 9 og vonandi fara hlutirnir að rúlla þá.

Misserishópur I:
(einstaklega fagur hópur eins og sést)
Arnar, Raggi, Maggi, Hafrún, ég og Zanný
Ástæðan fyrir því að ég segi ykkur ekkert slúður frá próflokadjamminu er einfaldlega sú að ég man varla helminginn af því sem gerðist það kvöld/nótt. Ég man að ég drakk ógeðslega mikið, talaði ógeðslega mikið og skemmti mér alveg ótrúlega vel. Kynntist nýju fólki og gerði hluti sem er alveg bannað að gera. Obbobbobb....... en til að fyrirbyggja allan misskilning þá er það samt ekki það sem þið eruð að hugsa akkúrat núna, ok!!!

No comments: