Pages

Friday, April 4, 2008

Búin í prófum !!!!

Jæja þá er óskastundin runnin upp. Var að koma heim úr síðasta prófinu mínu á þessari síðustu önn minni hérna á Bifröst. Reyndar alveg missó, málsvörn, tvær sumarlotur og BS ritgerð eftir, en samt síðasta svona heila önnin. Gaman að því.

Var reyndar ekki heppin með réttinn sem ég dró í munnlega lögfræði prófinu, en ég dró Fjármálarétt og átti að tala um hann í 15 mín. Brá soldið þegar ég labbaði inn í prófið, þar sátu kennararnir tveir, sem bæ ðe vei eru báðir ungir strákar (um þrítugt) og frekar myndarlegir, amk annar þeirra. Svo voru þeir með prófdómara með sér sem var enn einn myndarlegi strákurinn. Ég þurfti svo að sitja ein á móti þeim þremur og tjá mig. Úff. Var alveg pínulítið stressandi aðstaða verð ég að viðurkenna. En þetta reddaðist allt á endanum og þeir sögðu að ég hefði staðið mig vel, þannig að það er allavega bókað að ég hef náð. Vúhú.

Er að fara í bæinn núna til Möggu þar sem ég ætla að vera alla helgina í góðu yfirlæti. Eða þúst. Almenn leti og svoleiðis, allt annað en að læra amk. Próflokadjammið er svo í bænum á morgun og ætla ég að skella mér á það. Ég ætla meira að segja að fá mér í glas. Fyrsta skiptið sem próflokadjamm Bifrastar hefur verið haldið í bænum og finnst mér það alveg einstaklega góð hugmynd, þar sem manni veitir sko ekki af smá fríi frá sveitinni. Búið að taka frá skemmtistað (man ekki alveg hvern) bara fyrir okkur Bifrestingana frá 9-12 og verða svaka fín tilboð á barnum og svona. Sándar vel.

Eigið góða helgi

1 comment:

Anonymous said...

æði, til hamingju með próflokin.... svo er tekið annað í próflokadjamm hérna á skaganum með mér, hehe... Bestu kveðjur Rannveig