Wednesday, April 9, 2008

Vonbrigði

Ég held að mér verði ekki að þeirri ósk minni að sjá meistara James Blunt á tónleikum. Miðaverðið er svo fáránlega hátt að ég hreinlega tími bara ekki að fara. Dýrustu miðarnir eru á 14.900 kr og þeir ódýrustu á 5.900. Ég væri alveg til í að borga 6000 kall og fá þá að sitja fremst eða fyrir miðju jafnvel, en ég tími ekki að borga það mikið til að standa einhversstaðar aftast og sjá ekki rassgat, þar sem ég er ekki mjög stór af guði gerð. Nema ég verði rosalega heppin og vinni miða eða miðaverðið lækki skyndilega vegna ónógrar sölu, þá er ég ekki að fara. Fúlt.

Ég er ennþá alveg hel-aum og bólgin eftir bólusetninguna sem ég fór í á mánudaginn. Var nefnilega að fá sprautur til að verja mig fyrir lifrabólgu A og B, barnaveiki og stífkrampa og fleiru fyrir Mexico ferðina. Er bara með eldrauða ústæða kúlu á upphandleggnum eftir þetta og get ekki legið á þeirri hlið..... Ekki gaman að því. Þarf svo að fara aftur eftir mánuð í lifrabólgu sprauturnar til að virkja þær. Vonandi verður það ekki svona slæmt aftur.....

Missóið gengur svo bara allt í lagi. Erum svona að ná einhverri stefnu á þetta núna og ég náði að skrifa heilar 2 blaðsíður í dag. Jej. Vonum bara að boltinn fari að rúlla almennilega næstu tvo daga......sjitt hvað tíminn líður alltof hratt í missó. Allt í einu verður þetta bara búið......

2 comments:

Anonymous said...

já ég vona það svo innilega að næsta sprauta verði ekki eins slæm og á mánudaginn :) en já missóið verður búið áður en við vitum af úffff

kv, Zanný

ps: einstaklega flottur hópur hér að neðan ...

Anonymous said...

Ömurlegt með tónleikana :( og ég er soldið farin að kvíða næstu sprautu :) en þá er maður bara búin að þessu fyrir allar utanlandsferðir :)

Kveðja Magga