Pages

Wednesday, April 23, 2008

Heilsan komin aftur

Mikið rosalega var gott að komast aftur í ræktina í morgun. Var sko ekkert búin að fara síðan á laugardagsmorguninn vegna þess að við vorum svo ótrúlega bissí að klára missóið okkar og svo varð ég lasin strax þar á eftir. Er svo ótrúlega hress núna að það hálfa væri bara nóg. Fátt betra en að byrja daginn á hlaupabrettinu og svitna soldið......koma líkamanum í gang fyrir daginn.

Núna sit ég með missóhópnum mínum (nema Magga þar sem hann er þunnur) að undirbúa málsvörnina okkar sem er klukkan 14 á föstudaginn. Ætlum að vera með stutt power point show bara eins og venjan er og reyna að koma með nokkra nýja punkta líka sem ekki koma fram í skýrslunni. Fátt leiðinlegra en að hlusta á kynningu sem er bara stutt samantekt á skýrslunni. Vonum að okkur takist að gera kynninguna áhugaverða. Kemur í ljós....

1 comment:

Anonymous said...

Takk fyrir að hafa trú á mér :)

En já já þessi kynning hlýtur að reddast, vona bara að málsvörnin geri það líka :)

kv, Zanný