Pages

Wednesday, April 2, 2008

The calm before the storm

Loksins hef ég smá dauðan tíma til að koma með smá öppdeit hérna. Er að koma úr þriðja prófinu og því aðeins eitt eftir. Það verður ekki fyrr en á föstudagskvöldið um kl 19 þannig að í dag ætla ég að leyfa mér að leggja mig aðeins og fara í langa rækt með ljósum og gufu. Held maður eigi það alveg inni eftir svona próftörn.

Stjórnunarbókhalds prófið var langt. Voru 8 spurningar og mikið beðið um að túlka niðurstöður. Ég kann oft alveg að reikna hlutina en þegar kemur að því að túlka niðurstöðurnar þá er ég í vanda stödd. Þetta var tímafrekt próf en samt sanngjarnt, ja allt nema frávikagreiningin. Kennarinn skellti þarna inn einhverjum frávikum sem var ekki einu sinni hægt að finna í bókinni. Spurði ekki um neitt af þeim frávikum sem hann var aksjúllí búinn að kenna okkur. En svo var NPV, IRR, framleiðsluáætlun, ABC greining, normal og actual costing og fleira sem ég held ég hafi bara alveg rúllað upp með ágætum.

Munnlega prófið í Stjórnun og Stefnumótun var mjög fínt. Kennarinn var ekki einn þannig að hann var ekki eins ógnandi eins og ég hélt. Ég dró spurninguna: "Hvaða þættir takmarka smæð fyrirtækja?". Ísí písí sko. Aukaspurningin sem ég dró var svo að færa rök fyrir því af hverju Össur hefði selt sáraumbúðafyrirtæki sitt nú á dögunum. Öhömm. Össur segiru, sáraumbúðir, selja, ha??? Ég notaði 10 mínúturnar sem ég fékk í undirbúning til þess að gúgla þessa ógurlegu sölu og náði eitthvað að blaðra mig út úr því að ég held. Fæ örugglega fínt fyrir aðalspurninguna en ekki eins gott fyrir aukaspurninguna.

Prófið í Hagnýtri hagfræði (Auðlindahagfræði) var svo í morgun. Þriggja tíma próf varð að eins klukkutíma prófi. Ég var alveg viss um að það vantaði einhverjar blaðsíður í prófið mitt, þetta var bara of gott til að vera satt. 4 blaðsíður af frekar einföldu efni, miðað við hvað hefði verið hægt að gera þetta flókið. Ein spurningin var til dæmis: "Hverjir eru stýrivextir Seðlabankans?". Er þetta eitthvað grín. Ef fólk sem er að læra viðskiptafræði veit það ekki, þá ætti það eitthvað að endurskoða sína hillu í lífinu (ekki taka þessu persónulega Benni, ég veit að þú veist alveg hverjir stýrivextirnir eru......). Mér fannst svo asnalegt að skrifa bara 15%, þannig að ég bætti við fullt af upplýsingum um hvernig Seðlabankinn notar stýrivextina í endurhverfum viðskiptum við bankana til að viðhalda stöðugu verðlagi og svona. Alger kennarasleikja sko. Held ég hafi ekki farið í jafn auðvelt lokapróf í öllu mínu háskólanámi. Voru nokkar ritgerðaspurningar um vatnafræðilega hringrás jarðar, vatnsmegnun, sjálfbæra þróun og þess háttar. Stööð.

En jæja, þetta er klárlega orðið að leiðinlegasta bloggi aldarinnar. Allvega fyrir þá sem ekki voru með mér í þessum prófum. Held ég bloggi bara ekkert aftur fyrr en síðasta prófið er búið og ég hef þá kannski eitthvað skemmtilegra að segja.
Salút

1 comment:

Anonymous said...

Frábært að allt gengur vel :)
Kveðja Magga