Thursday, February 14, 2008

Valentine´s Day

Gleðilegan Valentínusardag kæru lesendur......

Það er svo erfitt að flytja. Sérstaklega þegar það er alveg nóg annað að gera. Ákvað að skrópa í fyrirlestur þennan morguninn til þess að ná að fylla bílinn minn af drasli. Það tók tæpan klukkutíma og mér sýnist eins og þetta verði ekki nema tvær bílferðir. Vei. Mikill munur á að flytja úr herbergi eða úr íbúð, það er alveg greinilegt. Núna er þá ekkert eftir nema bara að bíða eftir að ég fái lyklana afhenta, og var mér sagt í gær að það yrði í síðasta lagi seinnipartinn í dag (fimmtudag) og ég ætla rétt að vona bara að þeir standi við það. Annars verð ég allslaus hérna í einhvern tíma. Íbúðin sem ég flyt í er nýmáluð og með nýjum húsgögnum og fínerí. Verður smá munur miðað við þessa kompu og illalyktandi svínastíu sem ég er búin að búa í hérna síðasta 1 og hálfan mánuðinn. Get ekki beðið eftir að vera búin að flytja.

Í kvöld erum við í Ústkriftarfélaginu að halda Valentínusarball hérna á kaffihúsinu. Ég held að þetta verði ótrúlega flott. Það kostar 1000 kall inn og með hverjum miða fylgir 1 bjór og óvæntur glaðningur og auk þess er miðinn happdrættismiði sem dregið verður í seinna um kvöldið. Það verður karókí keppni og verða veitt verðlaun fyrir besta sönginn og besta performansið. Og verðlaunin eru sko ekki af verri endanum get ég sagt ykkur.....mega spennó..... Sándar þetta ekki bara eins og áskrift á skemmtilega kvöldstund? Ég held það nú bara. Ef ég væri ekki að "halda" þetta ball þá myndi ÉG meira að segja íhuga að skella mér á djammið. Ætlum að hittast um 5 leytið til að byrja að skreyta og pakka inn óvæntu glaðningunum og svona þannig að það er nóg að gera hjá mér í dag. Veit ekki alveg hvernig ég á að fara að þessu öllu saman.....En það hlýtur að reddast eins og allt annað....

Best að halda áfram að pakka.....
Bless bless

2 comments:

Anonymous said...

úff alltaf nóg að gera hjá Rósu minni :)
kveðja Magga

Steinunn said...

AUðvitað reddaðist þetta hjá þér :) Ballið var flott hjá okkur og íbúðin er æði ... rosa gott að hafa aðgengi að svona ofni núna hehe =)