Pages

Friday, February 8, 2008

Stormur

Er í bænum hjá Möggu núna. Hún kom áðan og sótti mig í Sporthúsið og við fórum í matarbúð á leiðinni heim og við héldum hreinlega bara að við myndum ekki lifa þessa stuttu ferð af. Þvílíkt og annað eins óveður hef ég aldrei á minni ævi upplifað. Vorum að bera dótið okkar út úr bílnum og í bókstaflegri merkingu þá þurftum við að halda okkur í bílinn með öllum kröftum til þess að fjúka ekki, í svona 5 mínútur. Gátum bara tekið eitt skref í einu. Þegar okkur tókst loksins að komast inn þá vorum við gjörsamlega rennandi blautar í gegn. Erum að tala um það að Magga var í snjóbuxum en blotnaði samt í gegn. Núna heyrum við varla í hvor annarri hugsa fyrir látunum í veðrinu. Maður býst alveg eins við því að bílar og fleiri lausir hluti úti fari að fjúka út um allt. Fokk sko. Það verður algerlega bara vidjó og spilerí í kvöld. Mikið er ég fegin núna að hafa fengið far með Zanný í bæinn en sit ekki alein uppí herberginu mínu á Bifröst. Jakk.
Góða skemmtun í óveðrinu

1 comment:

Anonymous said...

dísús..stundum skoða ég bloggið þitt mörgum sinnum á dag og þá líður kannski vika til tvær milli skrifa..en svo skoða ég það ekki í 3 daga og þá eru bara 3 nýjar færslur :) gaman samt sko..!! Já veðrið er sko ekki lítið vangefið núna en við bara verðum að loka augunum og hugsa um MEXICO víííí !! Og já nýjustu fréttir af Dunst er að hún sé bara ekkert í meðferð..vonum að það sé satt =)