Monday, February 18, 2008

Próf

Ég var að koma úr ræktinni. Það er fátt sem slær út vellíðunartilfinningunni sem maður fær við það að hlaupa 6 km fyrir morgunmat (veit reyndar um eitt, en ætla ekki að nefna það hér....). Maður er eitthvað svo ferskur og ótrúlega lítið kvíðin fyrir próf sem ég er að fara í á eftir í Stjórnunarbókhaldi. Var með Elínu Mist alla helgina og lærði þar af leiðandi nánast ekki neitt. Eftir að ég skilaði henni í gær tókst mér samt að reikna öll verkefnin sem við erum búin að gera þessa önnina á blað og blýant, eins og prófið er uppbyggt. Fáránlegt. Hef ekki tekið próf á blað og blýant (hvað þá bókhaldspróf) í ár og aldir. Þetta verður eitthvað skrautlegt. En samt forvitnilegt að sjá hvernig þetta fer.

Valentínusarballið okkar tókst rosalega vel til og við græddum smá pening. Náðum að safna smá uppí Mexico ferðina okkar. Vííí. Var líka að tala við Möggu Beib um helgina... og hún er að spá í að koma memm í ferðina. Ótrúlega ánægð með það, þá verður hún alveg helmingi skemmtilegri.

Flutningurinn hjá mér tókst líka nokkuð vel til. Flutti allt hafurtaskið all by myself á einum degi. Tók uppúr kössum og allt (á reyndar fötin ennþá eftir....). Held ég hafi ofreynt mig þennan brjálæðisdag sem ég bloggaði um hérna síðast, því daginn eftir (föstudaginn) gat ég varla hreyft mig og var eiginlega bara ónýt. Fór ekki í skólann eða neitt. Og ekki einu sinni í ræktina. Þá er náttla eitthvað mikið að...... En ég er ótrúlega ánægð með nýju litlu kósý íbúðina mína og held að mér eigi bara eftir að líða nokkuð vel hér. Amk betur en í Kotinu, það er nokkuð ljóst.

En jæja, best að gera sig reddí fyrir prófið. Wish me luck.....
Bæjó

1 comment:

Anonymous said...

jahá nú er sko hægt að fara að hlakka til eihvers :)
kveðja Magga