Thursday, February 7, 2008

Minningar

Heimurinn er bara að fara til fjandans. Ekki nóg með að uppáhaldsleikarinn minn hafi dáið í síðasta mánuði, heldur er uppáhaldsleikkonan mín núna búin að skrá sig í meðferð.....ég hef alltaf haldið því fram í minni barnstrú að hún væri svona góða stelpan. Böggandi sko.

Í dag er soldið merkilegur dagur. Ella heitin vinkona mín hefði orðið 27. ára gömul í dag væri hún enn á lífi. Finnst rosalega óraunverulegt að hugsa um það að í október á þessu ári verða komin 8 ár síðan hún lést. Það er rosalega langur tími. Samt hugsa ég ennþá til hennar og sakna hennar mikið. Enda var hún líka æði og við vorum náttla BFF. Í þeim skilningi. Fengum fráhvarfseinkenni ef við hittumst ekki á hverjum degi. Man sérstaklega eftir einum degi þegar hún lá heima með 40 stiga hita, kvef og hálsbólgu og við gátum þar af leiðandi ekkert hist. Klukkan 11 um kvöldið hringdi hún í mig og skipaði mér að koma og sækja sig og fara með sig á rúntinn, því hún hreinlega gæti ekki farið að sofa án þess að hitta mig. Hehhehe, hún klæddi sig bara í 3 peysur og 2 buxur og tók slatta af verkjatöflum og fór með mér á rúntinn, bara til að spjalla um daginn og veginn. Til hamingju með afmælið Ella mín........

Svo á líka Baldur Snær, sonur vinkonu minnar 8 ára afmæli í dag. Óska Ástu innilega til hamingju með stóra drenginn......

Bæjó spæjó

3 comments:

Anonymous said...

úff þessi dagur hlítur að vara soldið erfiður :( en það er alltaf gaman að muna það góða :) til hamingju með daginn hannar Ellu þinnar :)
Kveðja Magga

Rannveig said...

mér er einmitt líka hugsað til hennar á þessum degi og eins þegar við keyrum vestur og förum framhjá kirkjugarðinum fyrir vestan.. en hún Ella var alveg frábær, og margt hægt að segja skemmtilegt um hana, ég man sérstaklega eftir þegar skvísan skellti sér í ljós og auðvitað skaðbrann með þessa ljósu húð, en nei hún var nú ekki ráðalaus og brunaði niður í tungusól og heimtaði að gellan gæfi sér eitthvað við þessu fyrst að hún þurfti að brenna þarna... og hún endaði með að fá eitthvað, minnir aloa vera..hehe.. Blessuð sé minning hennar

Rósa said...

hehehe já hún gat verið soldið uppátækjasöm.... Lítið sem hún brjálaðist einu sinni þegar þeir hleyptu henni ekki inná Breiðina eins og hún var og hét.....samt var hún ekkert nógu gömul til að komast inn....en tók þvílíkt kast á dyraverðina þannig að þeir gáfust uppá endanum og hleyptu henni inn....Var bara fyndið að fylgjast með því

En allavega, Magga þú ættir að fá einhverskonar verðlaun fyrir að vera dyggasti lesandinn minn. Ótrúlega gaman að vita að þú ert að fylgjast með :)