Pages

Thursday, February 28, 2008

Skagapakk og Schengen

Þessi auglýsingasala er ekki alveg að gera sig, ekki ennþá búin að fá nein svör. Nenni ekki að bíða eftir þessu......

Á morgun er ég að fara uppá Skaga að sækja Elínu Mist. Í leiðinni ætla ég að fara að horfa á litlu frænku mína spila á píanó á einhverjum tónleikum í Tónlistarskólanum hennar. Svo bauð ég mér og Elínu Mist í mat hjá litla brósa mínum og tjéllunni hans á morgun, hitti þá líka litla nýja frænda, sem ég geri alltof sjaldan. (mætti halda að allir í familíunni minni væru litlir.....) Er bara svo löt við að vera uppá Skaga, því ég á svo erfitt með að læra þar og enda alltaf í því að borða einhverja andskotans óhollustu. Á meðan hérna á Bifröst þá á ég bara ekki til óhollustumat, og það er bara ekkert annað að gera hér en að læra og fara í ræktina. Er víst að fara í próf á þriðjudaginn í lögfræði, þannig að þegar ég er búin að ketsja upp við Skagapakkið þá ætlum við Elín Mist uppá Bif og vera þar yfir helgina. Finnst samt svo leiðinlegt að þurfa að læra þennan litla tíma sem ég hef með henni, verð bara að vona að hún hafi einhverjar vinkonur til að leika við hérna yfir helgina svo henni dauðleiðist ekki. Annars verð ég bara að fara nánast ólærð í prófið, eins og ég þurfti að gera í Stjórnunarbókhalds prófinu.

Annars er ég mjög kát núna, fituprósentan mín búin að lækka um 4,5% á síðustu 6 vikum og 2 kíló farin líka. Til hamingju ég....... Í lok þessarar viku er ég búin með uppbyggingar-prógrammið mitt og þá tekur brennslan við. 8 vikur af brjálaðri brennslu. Vúhú. Finnst það mikið skemmtilegra heldur en uppbyggingin.....allavega svona til lengdar.

Það er spilakvöld á kaffihúsinu í kvöld og mig langar ótrúlega mikið til að fara. En af því að ég er búin að vera að draga það svo mikið að skrifa um Schengen samkomulagið, þá verð ég að gera það í kvöld..... Hefði verið gott að vita af þessu spilakvöldi í gær sko.....

2 comments:

Anonymous said...

jam maður fær víst ekki að gera allt sem maður vill :( en til hamingju með 2 kíló í burt :) þú ert sko alveg búin að vinna fyrir því :)
kveðja Magga

Anonymous said...

Til hamingju með árangurinn, ég er einmitt að fara í mælingu í fyrramálið og vonandi hefur eitthvað gerst...kannski til hins betra.. kveðja Rannveig