Wednesday, February 27, 2008

Bella bella bella símamær

Eins og flestir sem þekkja mig vita þá er ég ekki mikil símakjélling. Finnst eiginlega bara leiðinlegt að tala í símann og reyni að forðast það eins og ég get. Ég veit ekki af hverju.....en eins og Elín Mist myndi orða það: "svona er bara lífið". Í dag er ég hins vegar búin að liggja í símanum eins og einhver sem, öööö, já, vinnur við það að tala í símann. Fór út í búð og keypti mér inneign í símann minn og hóf svo símtölin ógurlegu. Sníkjusímtöl eru greinilega ekki mjög vel liðin í mörgum fyrirtækjum. Á nokkrum stöðum var mér sagt að auglýsingastjóri væri ekki við fyrr en eftir 1-3 vikur, sumir sögðu bara nei takk ég hef ekki áhuga og sumir bara einfaldlega svöruðu ekki í símann. Ekki mjög uppörvandi. Ég veit að ég var ekki að selja sjálfa mig, en það var samt ekki laust við að maður fengi ogguponsu höfnunartilfinningu. En í heildina þá tókst mér að hringja í 20 fyrirtæki og sníkja auglýsingar í útskriftarblaðið og var niðurstaðan þessi:
  • 7 fyriræki voru mjög jákvæð og vildu fá email með öllum upplýsingum
  • 1 fyrirtæki var mjög áhugasamt en vildi fá hóp í rafting í staðinn..... (spennó en myndi samt kosta okkur meir í heildina)
  • 6 fyrirtæki sögðu hreint og beint nei
  • 3 fyrirtæki svöruðu ekki í símann þrátt fyrir ítrekaðar hringingar
  • 3 fyrirtæki höfðu engan auglýsingastjóra í augnablikinu

Þannig að enn sem komið er þá er ég ekki búin að selja neina auglýsingu. Fúlt mar. En ég sendi emailin með upplýsingunum ekki fyrr en soldið seint í dag þannig að það er aldrei að vita nema maður fái einhver já fyrir helgina. En til öryggis þá ætla ég að hringja í ein 15 fyrirtæki á morgun líka til að sníkja meira. Vá hvað ég myndi ekki vilja vera auglýsingastjóri í fyrirtæki og þurfa að svara sníkjusímtölum héðan og þaðan. Leiðinlegt djobb sem það hlýtur að vera.

Jæja, ég hef engan tíma til að vera að blogga núna, á eiginlega að vera að skrifa niður einhver vel valin orð um Schengen samkomulagið - en einhvernveginn endaði ég hérna inni. Úbbs.

Hvað ætli ég hafi oft sagt símann í þessari færslu?

1 comment:

majae said...

ó mæ, ég man ekkert eftir þessari myndatöku. sjæse