Var að koma af mínum fyrsta fundi með útskriftarfélaginu. Það er nefnilega ekkert svo langt í útskrift skal ég ykkur segja. Skil á Bs-ritgerðinni er 12. ágúst og er planað að fara í útskriftarferðina sirka tveimur dögum seinna. Sjæs hvað þetta verður ótrúlega gaman. Tvær vikur í algerum algleymingi í Mexico með kokteil í hönd. Verðum á svona "All Included" hóteli þar sem gjörsamlega allt er innifalið á 178.000 kjéll. Flug til New York, gisting þar í eina nótt, flug til Mexico, skattar og flugvallagjöld, akstur til og frá flugvelli, hótel í Mexico, matur, drykkir, einkaströnd, danskennsla, snakk, viðburðir á hverjum degi, líkamsrækt með þjálfara, skemmtikraftar, matreiðslutímar í mexíkóskri matargerð, seglbretti, siglingar, kano, kayak, kennslutími í köfun, vatnaleikfimi og fleira og fleira. Þetta verður án efa alveg meiriháttar.
Einnig var aðeins verið að skipuleggja fjáröflunina á fundinum, þannig að við þurfum ekki að vera að borga ferðarnar okkar með Visa rað....... Það verða seldar peysur og bolir með merki skólans, haldin böll, safnað dósum, haldnir kökubasarar, gefið út útskriftarblað og svo framvegis, og allir að sjálfsögðu velkomnir að koma með fleiri hugmyndir. Langbest að safna sem mest til að þurfa að borga sem minnst. Ég bauð mig einmitt fram í ritstjórn útskriftarblaðsins fyrir hönd viðskiptadeildarinnar, og þar sem enginn annar bauð sig fram þá bara fékk ég það starf. Til hamingju ég. Fyrir það fæ ég aðeins aukapening + nýja reynslu. Ég hef aldrei boðið mig fram í neitt svona áður og held að þetta verði bara ótrúlega gaman. Vonandi allavega........ Hafrún Anna og Maja eru líka í ritstjórninni og er það þá algerlega í okkar höndum að skipuleggja og finna greinar fyrir blaðið. Sem by the way á að koma út helst fyrir sumardaginn fyrsta. Sem þýðir að ekkert alltof langur tími er til stefnu.........obbobbobb........
En það reddast eins og allt annað
Og bless bless
4 comments:
hæhæ
Voðalega er tíminn fljótur að líða, mér finnst svo stutt síðan þú byrjaðir á Bifröst.... það verður örugglega klikkað gaman í Mexikó
kveðja Rannveig
úff hvað ég á eftir að öfunda þig :)
úps kveðja Magga
vúhú, fyrsti fundurinn hjá bestu ritsjórn sem útskriftarfélag hefur gefið af sér !!
Þriðjudaginn kl 12 30 .. eða e-ð .. hehe.
New York - Mexico og svo verður farið til Kúbu.
Post a Comment