Vá það er svo mikið að gera. Myndi líkja líðan minni akkúrat núna einna helst við drukknunar-tilfinningu. Ekki að ég viti hvernig sú tilfinning sé, en get ímyndað mér að hún sé ekki góð og að maður geti ekki beðið eftir að hún sé yfirstaðin. En allavega.......
Vorum í massa skemmtilegum verkefnatíma í lögfræði áðan. Það var búið að skipta okkur niður í hópa og við áttum að semja um ákveðin atriði á móti öðrum hóp. Samningaviðræðurnar voru lúmskt skemmtilegar og maður lifði sig eitthvað svo mikið inní þetta. Tók bara Zanný-juna á þetta sko. Á endanum náðu okkar hópar svo að semja innan markanna sem við fengum í upphafi og allir voru sáttir.
Á morgun er ég svo að fara í tvær heimsóknir í Reykjavík með tútornum mínum. Fyrst verður farið í Ölgerðina og svo í Mentor. Hvor heimsóknin fyrir sig á að taka innan við 1 klukkustund þannig að þetta verður spes. Þar sem mikil tímaþröng ræður ríkjum hér á Bifröst þessa dagana þá hentar þetta fyrirkomulag samt ágætlega. Verðum að bruna til baka strax eftir heimsóknirnar til þess að halda áfram að vinna í einhverju af þeim tuttugu hópaverkefna sem bíða okkar. (Okey, kannski eru þau bara tvö, en það er SAMT mikið......)
Býð bara góða nótt
Og bless bless
1 comment:
já vá það er greinilega nóg að gera hjá þér :) Hlakka samt til að fara að fá aþð hitta þig :)
kveðja magga
Post a Comment