Tuesday, October 16, 2007

Á leiðinni á djammið....

Rosalega finnst mér gaman að koma hérna inná síðuna mína og sjá að ég er ekki bara að blaðra við sjálfa mig. Allir duglegir að kommenta á meðan maður er í útlandinu, gaman að því. Megið ekki gleyma að fylgjast með Myndasíðunni minni líka, linkurinn er hérna fyrir neðan til hægri. Ég er nefnilega duglegri að setja inn myndir heldur en að blogga........

Eníveis, í þessum töluðu orðum sit ég við skrifborðið mitt í djammgallanum með Passoa blandað í appelsínusafa í annarri. Passoa er ekki til hérna í Tékklandi og almennt hefur fólk ekki hugmynd um hvað það er. Þvílík synd. Þau vita sko ekki af hverju þau eru að missa. Max og Alex eru á leiðinni hingað til mín og við ætlum að skella okkur út á lífið. Já, þó að það sé rosalega venjulegur þriðjudagur, þá er samt hægt að djamma fram á rauða nótt ef viljinn er fyrir hendi. Barir og Klúbbar spyrja sko ekki um hvaða dagur er. Svo skemmir ekki fyrir að ég á ekki að mæta í skólann fyrr en seint og síðar meir á morgun.

Jæja strákarnir eru komnir þannig að ég verð að hætta. Ég sem ætlaði að koma með ó svo frábært blogg núna. Ó vellll......leiter

2 comments:

Steinunn said...

Jebb alger snilld að það skipti ekki máli hvaða daga mar fer á djammið :) Og já það er einmitt mánudagurinn næsti sem verður farið á finnskt/íslenskt djamm í Prag...hlakka svoooo til :D

Anonymous said...

Hélt nú að þú myndir varla leggja í annað djamm svona strax eftir þynnku sunnudagsins... þú hefur náð að ganga þetta af þér sé ég ;-)

Kveðja, Egill