Wednesday, October 17, 2007

Fréttir

Ótrúlegt en satt þá vaknaði ég ofurhress um hádegisbilið í dag þrátt fyrir svaðilför gærkveldsins. Kom heim um 5 leytið í nótt eftir að hafa dansað og sungið af mér allt vit í sirka 5 klukkustundir. Hver þarf rækt þegar hægt er að klúbbast? Bara spyr. Eins og ég sagði í gær þá fór ég út með þeim Alex og Max, sem eru vinir mínir frá Þýskalandi. Þvílíkir herramenn þar á ferð. Ég tók ekki upp veskið mitt einu sinni þrátt fyrir að hafa stútað allnokkrum vodkaglösum og Jagemeister skoti. Þeir sáu um að nýja fína kápan mín kæmist heil á húfi í fatahengið og ekki fann ég fyrir því eitt stundarkorn að ég væri eini kvenmaðurinn í hópnum. Alger snilld. Allt þýsku-, fótbolta- og reggí tal var lagt á hilluna og dansskórnir teknir upp. Alex drakk eins og hann fengi borgað fyrir það og varð á endanum svo haugafullur að annað eins hefur varla sést. Þvílíkt sem það var fyndið. Hann er oggulítið nördalegur og hefur akkúrat ekkert sem hægt er að kalla “rythm”. Eeen hann lét það nú ekki á sig fá og var alveg að meika það á dansgólfinu með augun lokuð og allan pakkann. Snilld. Miðað við áfengismagnið sem innbyrt var þetta kvöld finnst mér alveg hreint ótrúlegt að við höfum komist heim snuðrulaust. Alex reyndi að sannfæra okkur Max í gríð og erg um að við ættum að beygja á leiðinni, en við ákváðum að hundsa þá tillögur hans. Sem betur fer. Kom í ljós að klúbburinn var aðeins í sirka 8 mínútna fjarlægð frá hostelinu okkar. Good to know for next time.

Þegar ég kom heim sá ég mér til mikillar undrunar karlmann inn í herberginu mínu. Jahá. Herbergisfélaginn minn, hún Tina, er búin að næla sér í “vin”. Er það enginn annar en Frakkinn hann Nathan, sem er betur þekktur hérna á hostelinu fyrir að vera stórskrítinn, málhamlaður og illa lyktandi. Facinating eða hvað? Ég hef reyndar hitt þennan strák oft og get engan veginn samþykkt síðastnefnda einkenni hans, en hin tvö get ég hins vegar samþykkt. En besta grey er hann nú samt. Hann deilir herbergi með gaur frá Tékklandi sem fer í burtu allar helgar, þannig að ég býst fastlega við því að fá smjörþefinn af einbúa-lífi næstu helgar. Næs.

Núna verð ég að hætta að blaðra og reyna að klára kynninguna mína, sem ég á að flytja í “International business” tíma á morgun. Máttum velja okkur subject um whatever sem tengist viðskiptum og valdi ég mér að fjalla um viðskiptahallan á Íslandi. Spennandi. Kvíði samt endalaust mikið fyrir að þurfa að standa fyrir framan fullan sal af fólki sem ég þekki ekkert og kennara sem er alveg stórskrýtinn. Hvenær venst maður því eiginlega að halda svona kynningar, ég bara spyr.....

4 comments:

Anonymous said...

jeg held að maður eigi aldrei eftir að venjast því, því miður :( en gaman að heyra hvað er gaman hjá þér þú manst að djamma fyrir mig í líka á meðna u ert úti!!!! náðum í Elínu í dag, þau eru nú alveg kostuleg frændsystkinin, hún náði að plata frænda sinn til að fara á furugrundina og ná í sun lolly ís alveg hreint en hún fékk svoleiðis.... hann er nú óttarlega pabbalegur með hana átti bara bátt með mig þegar að hann var að fara með hana í kórinn hehe en það er bara gaman af :D

Hafðu það gott
kv Dröfn og Ragnar

Eyrún said...

En frábært hvað það er gaman hjá þér, verður nú að reyna að kenna þessum gæjum að dansa almennilega. Njóttu þess að hafa herbergið út af fyrir þig um helgar, það er obboslegur lúxus líka. Hafðu það sem best, kveðja

Magga said...

híhí ég get ekki beðið eftir að koma til þín og fá að dansa og syngja með þér. Þetta verður bara snild :) En endilega halltu áfram að hita upp fyrir komu mína :)

Steinunn said...

Bleeeessuð...segi nú bara ekki á morgun heldur hinn :D Jíhaaaa..það verðs sko teknir upp dansskórnir strax á mánudagskvöld, finnskt íslenskt djamm..ætti að verða þokkalega áhugavert hehe. Ég fór í dag og keypti miða til þín og hlakka ógó mikið til að sjá þig...;)