Wednesday, October 10, 2007

Life

Ahoj!
Fór í einn tíma í skólanun í dag, Information security. Er ekki alveg 100% að ná því hvert markmið þessa áfanga er þar sem kennarinn er, ótrúlegt en satt, lélegri í ensku heldur en Hugi, markaðsfræðikennari á Bifröstinni. Þessi kennari er að meðaltali 5 mínútur að koma frá sér einni setningu, þar sem hann þarf að stoppa og hugsa sig um fyrir hvert eitt og einasta orð. Ókei ég er kannski að ýkja pínulítið......en það er bara pínulítið. Ég ætla samt að halda áfram í þessum áfanga vegna þess að: 1. mig sárvantar einingarnar og 2. ég get bara lesið glærurnar til að reyna að skilja hvað áfanginn gengur út á. Þessi tími er sá eini sem ég er í á miðvikudögum og því er afar freistandi að sleppa honum og eiga alla miðvikudaga í frí......en aftur á móti þá byrjar tíminn ekki fyrr en kl. 16:30, þannig að ég get hvort eð er sofið út.

Ætla snemma í háttinn í kvöld, þarf að vakna fyrir kl 8 til að mæta í Tékknesku. Ótrúlegt hvað maður getur lært mikið í nýju tungumáli á einum mánuði. Búið að koma mér verulega á óvart I must say. En setningin sem ég lét fylgja með hérna í síðustu færslu þýðir: "Stop exiting and entering, the doors are closing". Ástæðan fyrir því að þetta er fyrsta setningin sem allir læra hérna er sú að hún heyrist í hvert einasta skipti sem hurðarnar í metro-inu lokast. Til dæmis þegar ég fer í skólann þá stoppum við á 5 stöðvum.......þannig að þið getið rétt ímyndað ykkur. Þessi setning gjörsamlega bergmálar í hausnum á manni hérna fyrstu dagana.......

Egill kemur svo til mín á morgun og verður yfir helgina. Hann kemur færandi hendi með íslenskan mat og sælgæti, því annað kvöld er stefnan tekin á íslenskt þema í herberginu mínu. Er búin að bjóða öllum helstu vinunum mínum hérna (frá Póllandi, Þýskalandi, Finnlandi og Slóveníu) og eru allir alveg rosalega spenntir yfir að fá að prófa íslenskan mat. Boðið verður uppá SS pylsur sem tómat, sinnep, steiktum, hráum og remólaði og svo hvorki meira né minna en Nizza súkkulaði með lakkrísbitum í eftirrétt. Spennandi. Gæti nú sennilega boðið uppá eitthvað meira krassandi, en ég nenni því bara einfaldlega ekki. Fyrir utan að einhver verður að leyfa þessum útlendingum að smakka bestu pylsur í heimi. Vá, ef ég hljóma ekki eins og sannur Íslendingur núna þá veit ég ekki hvað. Allavega, er farin í háttinn.

Dobrou noc. (Góða nótt)

4 comments:

Benni said...

pulsur segirðu. Ég er búinn að vera að velta því fyrir mér hvað ég á að elda hérna fyrir alþjóðlega kvöldverðinn hérna og það er alveg spurning hvort að einhver geti sent manni pulsupakka. Það er þægilegt að elda og þetta rusl sem að þeir kalla pulsur hérna er ekki nokkrum manni bjóðandi.

Anonymous said...

Jæja loksins fréttir af þér skvísa:)
Þú ert greinilega að skemmta þér konunglega og ég er alveg að öfunda þig soldið sko.
Kv. Sigga

Anonymous said...

Elsku besta mamma, jeg og eva vorum að skoða myndirnar þínar þú ert svaka gella :) Jeg sakna þín ROSALEGA MIKIÐ.
Þín Elín Mist og Eva ritari :D

Zanný said...

vá er að reyna að finna eitthvað til að skrifa hér en veit ekki hvað ég á að segja svo ég bara kvitt hehehe :)