Wednesday, October 31, 2007

Ferðasaga

Er rétt að skríða fram úr núna, klukkan að slá í hádegi á miðvikudegi. Var vakandi lengi í gærkveldi að spjalla við Tinu, herbergisfélagann minn. Hún og Nathan, kærastinn hennar, eru nefnilega að fara að flytja í íbúð með einhverjum vini þeirra, þar sem þau geta verið meira saman. Því hérna, sökum 80 sm breiðu rúmanna og herbergisfélaga, hafa þau ekki mikinn séns á að vera “saman”. Þannig að á næstu dögum, eða vikum, mun ég annað hvort búa ein eða fá nýjan herbergisfélaga. Spennó.

Helgarferðin til Vínar var rosalega skemmtileg. Við Steinunn tókum lest héðan frá Prag seinnipart föstudags og vorum komnar til Vínar fjórum og hálfum tíma síðar. Fórum bara snemma að sofa til að hafa næga orku næstu daga. Náðum svo að afkasta ansi miklu á laugardeginum. Fórum í flóamarkað, hjólreiðatúr, skoðuðum elstu höll í Evrópu (Summer Palace) og elsta dýragarð í heimi svo eitthvað sé nefnt. Um kvöldið ætluðum við svo út á lífið. Skelltum okkur niður á hostel barinn í einn drykk áður en við færum út. Endaði svo með því að við fórum ekkert út. Hittum þarna kreisí stelpur frá Ameríku sem kenndu okkur alveg kreisí drykkjuleik. Barþjónarnir voru svo alveg á rassgatinu og í hvert skipti sem þú fórst á barinn fékkstu frítt staup með (vodki í Red Bull) og kokteilarnir voru allir einnig miklu áfengari en þeir eiga sér að vera. Og þessa drykki vorum við að drekka í leiknum. Þarf vart að taka það fram að við urðum mjööög svo ölvaðar. Þegar ég fór að sjá allt snúast í hringi ákvað ég að fara upp að sofa. Ég hef ekki hugmynd um hvað klukkan var. Steinunn djammaði aðeins lengur...hún er náttla þjálfaðri í svona heví áfengisdrykkju en ég..... Daginn eftir héldum við svo að við myndum ekki lifa af. Fram úr klukkan eitt, klæddum okkur og reyndum að gera okkur útidyra-hæfar með smá sturtu og meik öppi, þó með reglulegum stoppum við klósettið. Gaman. Fórum svo út og fundum okkur svona lítill veitingastað og pöntuðum okkur morgunmat. Maðurinn leit á klukkuna sína og sagði: “Þið vitið að klukkan er 2???”. Okkur langaði samt í morgunmat. Fengum okkur ís líka og þá var mín bara orðin góð. Því miður ekki sömu sögu að segja um Steinunni, hún var handónýt meira og minna allan daginn..... Röltum um borgina þennan dag aðeins, skoðuðum Hundertweissen húsið og eitthvað. Snemma að sofa og lest snemma morguninn eftir, Steinunn til Búdapest og ég til Prag. Kveðjustund......bæbæ, sjáumst eftir mánuð í Búdapest......

Gerði soldið magnað í fyrrakvöld. Pantaði mér ferð til Feneyja, með engum nema sjálfri mér. Fer 23. nóv til 25. nóv og kostaði flugið báðar leiðir og gistiheimili aðeins um 11 þúsund krónur. Gat bara einfaldlega ekki horft framhjá því. Veit að ef ég hefði gert það, myndi ég sjá eftir því forever. Þannig að eftir tæpan mánuð verð ég stödd í einni sérkennilegustu borg í Evrópu þar sem ég get ferðast um með bát. Vei vei.

No comments: