Pages

Wednesday, October 24, 2007

Steinunn í heimsókn

Bríf öppdeit:
- Sótti Steinunni á aðal lestastöðina (Hlavní Nadrazí) á mánudagskvöldið um hálf 9 leytið. Var svo gaman að sjá hana að þið trúið því ekki. Fórum heim á hostelið mitt, fengum aukarúm fyrir hana sem við plöntuðum á mitt gólfið í herberginu mínu og tókum okkur til fyrir smá pöbbarölt.
- Hittum vini hennar Steinunnar frá Finnlandi á “kaffihúsi” niðrí bæ, þar sem við drukkum meðal annars áttfaldan mojito. Svaka stuð.
- Næsta dag (í gær) ákváðum við að sofa út og vorum ekki komnar út fyrr en um hálf 1 leytið. Fórum niðrí miðbæinn og byrjuðum á lunch (breakfast) á ítölskum veitingastað. Tveir forréttir, tveir aðalréttir, tvö rauðvínsglös og tvö kókglös á 2500 kr íslenskar samtals. Þetta verð hérna er náttúrulega bara grín sko.
-Afrekuðum svooo mikið þennan dag að það er varla fyndið: Sex machines museum, chocolate museum, vax museum, klukkustundar tailenskt punkta nudd (æææððððiiii), rölta yfir Karls brúnna, fórum uppí turninn við brúnna, röltum um í túrista hlutanum af miðbænum og enduðum svo í dinner á Reykjavík Restaurant. Rosa góður matur og þá sérstaklega pönnukökur með ís í eftirrétt....nammi namm, en þó ekkert sérlega íslenskt við þennan veitingastað. Okey, einn þjónninn kunni að segja “Gjörðu svo vel” og “Verði þér að góðu”, and that´s it. Vá hvað hann sagði þessar setningar líka oft........
- Í dag vöknuðum við um 10 og fórum að skoða Prag kastalann (mitt fjórða skipti) og horfðum á hádegis-sýninguna þegar verðirnir eru að skipta um vakt. Þvílíkt seremóní sem það er.
- Skoðuðum aðeins National theatre og röltum um Karlsbrúnna og Gamla hverfið aðeins aftur í dagsbirtunni.
- Því miður þurfti ég svo að fara í skólann en Steinunn fór bara heim að hvíla sig aðeins á meðan.
- Í kvöld skelltum við okkur svo út að borða í hæstu byggingunni í Prag, hvorki meira né minna. Hún er reyndar ekki nema um 216 metrar að hæð, að mig minnir, og þetta er TV Tower þeirra Prag-búa. En útsýnið er alveg meiriháttar og sátum við akkúrat með útsýni yfir kastalann og fleira. Orð geta ekki lýst því hversu æðislegt þetta var. Tókum heldur betur stælinn á þetta og fengum okkur súpur í forrétt, steikur í aðalrrétt og ís í eftirrétt, rauðvínsflösku með matnum og vatnsglös. Fyrir þetta borguðum við samtals 5500 íslenskar krónur samanlagt. Á einum fínasta og dýrasta veitingastaðnum í borginni. Hversu frábært er nú það.
- Á morgun fer ég svo í skólann, við ætlum að kaupa okkur miða í lestina til Vínar, fara í moll til að versla aðeins og jafnvel að skella okkur á Prague Coyotes í smá dinner. Á föstudeginum er ferðinni heitið til Vínarborgar, víííí.

Verð að fara að koma mér í háttinn núna, er svoooo þreytt....
Na schleadanou

5 comments:

Steinunn said...

Hehe og nú sit ég og bíð eftir að þú komir heim úr skólanum :p Jebb það er búið að vera geggjað að vera hérna og á eftir að verða enn geggjaðra...jíhaaa :D

Anonymous said...

frábært hvað það er gaman hjá ykkur, ekki að búast við öðru svosem :) Allavega ætlaði bara að kasta inn kveðju...

Anonymous said...

hæ skvís, sé þú skemmtir þér konunglega í prag :)
ég verð að viðurkenna að ég dauðöfunda þig af hitistiginu þarna.. 5 gráður.. og að geta keypt vetrakápur.. ég get bara verslað stjúpíd havaí skytur og þjóðernis föt.. tískuguðirnir eru óhollir Malay..

Hlakka til að sjá þig í jan :)

Anonymous said...

hæ skvís, sé þú skemmtir þér konunglega í prag :)
ég verð að viðurkenna að ég dauðöfunda þig af hitistiginu þarna.. 5 gráður.. og að geta keypt vetrakápur.. ég get bara verslað stjúpíd havaí skytur og þjóðernis föt.. tískuguðirnir eru óhollir Malay..

Hlakka til að sjá þig í jan :)

Anonymous said...

Þú lifir bara eins og drottning þarna úti og með allt á hreinu hvað allt kostar hehe....jeg og ragnar keyptum okku 12" pizzu og kjúklinga burrito á galító og það kostaði ca 4000kr á meðan að þú ert að borða hinar frábæru steikur á fínustu veitingastöðunum fyrir sama verð isss ekki sátt með þetta :(

Kv Dröfn