Wednesday, July 11, 2007

Fjallganga

Jæja, síðasti tíminn í Óvissubúðunum hennar Jóhönnu var í dag. Óhætt er að segja að endað hafi verið með stæl, nánar tiltekið með fjallgöngu uppá Hraunsnefsöxlina. Sjitt, hvað það var óóógeðslega erfitt. Ég og Sigrún H lentum í smá ógöngum á leiðinni upp þegar við vorum að nálgast toppinn... Svo fóru allir hundarnir sem slógust með í för að vappast um þarna í kringum okkur og við þorðum ekki að hreyfa legg né lið þannig að steinar tóku að fljúga yfir okkur......þá varð mitt litla hjarta mjöööög hrætt. Var lengi að jafna mig á þessu, sneri við og fór aðra leið upp barasta. En það var ljúft að komast á toppin og skrifa í gestabókina. Já, ég fór mína fyrstu fjallgöngu ever í dag og verð bara að segja að þrátt fyrir erfiðið þá var þetta rosa gaman. Held að Esjan sé næst á dagskrá bara.

Mér finnst samt leiðinlegt að þetta námskeið sé búið, þar sem þetta var alveg rosalega gaman og fjölbreytilegt. Skemmtilegt að mæta og vita ekkert hvað er í vændum. Við erum búin að fara uppá Grábrók, Rauðbrók, Hraunsnefsöxlina, að Hreðavatni, að Paradísarlaut og svo líka einhvern 5 km hring hérna um svæðið. Ég ætla að reyna að halda áfram svona úti hlaupi, því árangurinn lætur sko ekki á sér standa. Fituprósentan mín búin að minnka um 2,5% á þessum 4 vikum sem námskeiðið var. Ekki slæmt það.

En nóg um það. Í dag er allt búið að vera kreisí hérna á Bifröst útaf leiguverðinu....sem já á að hækka eina ferðina enn. Engin smá hækkun líka.....það verður vonandi eitthvað gert í þessu. Frétt kom á
Vísir í dag um málið og fjöldapósturinn í pósthólfinu á svæðinu er örugglega farinn að slá í hundrað stykki eða svo. Líf og fjör á Bifröst alltaf hreint.

Síjú leiter

7 comments:

Anonymous said...

Ég er að fara á Esjuna fljótlega, kannski við getum mælt okkur mót og gengið þetta saman?? Rannveig

Anonymous said...

Talandi um íbúðaverðið hér á Bifröst.. las greininga á vísi og það sem mér finnst ótúlega glatað við þetta allt saman er að rektor segir að skólinn verði fyrir tapi í rekstri við þetta.. ennnnn samt sem áður í hvert einasta skipti sem nemendur hafa kvartað yfir þessum íbúðum eða eitthvað sem tengist þeim þá hefur skólinn alltaf sagt þetta er eitthvað sem kemur okkar rekstri ekkert við..

hvað er málið með það?????

Rósa Skvísa said...

Rannveig: Ég er alveg til í það, hvenær ertu í sumarfríi?

Nafnlaus: Nákvæmlega, það er sko eitthvað bogið við þetta. Er skólinn að sjá um reksturinn eða ekki. Ég á svooo bágt með að trúa því að hægt sé að tapa á nemendagörðunum hérna.....hvað kostuðu eiginlega þessar íbúðir??? Hver er þetta annars? Zanný??

Anonymous said...

ég byrja í fríi 23 júlí en hvernig væri næsta helgi???, kv Rannveig

Rósa Skvísa said...

Ég er geim næstu helgi, alveg endilega. Væri ekki um miðjan daginn á sunnudaginn bara fínt??

Egill said...

Maður hefur gott af því að brölta þarna uppeftir svona eins og einusinni á sumri eða svo ;)

hoppa þarna uppeftir með ykkur :)

Anonymous said...

jú það væri fínt, kv Rannveig