Pages

Monday, July 16, 2007

Útilega

Ég fór í útilegu um helgina með Elínu, Agli, Steinunni, Ástu og krökkunum hennar Baldri og Birtu. Við lögðum af stað seinnipart föstudags og lá leiðin á tjaldsvæðið á Arnarstapa. Ég, Ásta og krakkarnir komum á undan og tjölduðum og svona áður en Egill og Steinunn komu. Þegar þau komu grilluðum við hamborgara og pylsur og sátum úti og borðuðum matinn, alveg ekta útlegu-stæl.
Það fór svo að kólna soldið þegar leið á kvöldið og maður gerði lítið annað en að klæða sig í fleiri og fleiri föt. Við spiluðum Yatsí og svona um kvöldið og fórum að sofa um 1 leytið að mig minnir.
Daginn eftir vaknaði maður rennandi blautur að svita því það var glampandi sól úti. Samt var einhvernveginn of kalt til að liggja í sólbaði því það var svo mikið rok.

Uppúr hádegi brunuðum við af stað til að fara í sund á Stykkishólmi. Þegar við vorum búin að baða okkur í sólinni þar í um það bil 2 tíma fórum við í lautarferð þar í bæ. Fundum rosa gott skjól hjá grunnskólanum með leikvöll við hliðiná fyrir krakkana. Þarna lágum við í dágóða stund í sólbaði og borðuðum óhollustu.

Svo fórum við aftur á tjaldsvæðið, grilluðum okkur í matinn og eftir það fórum við í göngutúr um svæðið. Það er alveg óhætt að segja að það er nóg af Kríum á Arnarstapa. Jedúdda, hvað ég var hrædd við þessi kvikindi. Ég og Steinunn öskruðum og hlupum undan þeim eins og við ættum lífið að leysa, sem gerði það að verkum að krakkarnir grenjuðu úr hræðslu. Þessi gönguferð var nú meiri svaðilförin.

Seinna um kvöldið skelltum við Elín, Egill og Steinunn okkur uppí bústað til Svönu þarna á Stapanum. Við gerðum þau stóru mistök að rölta þangað.....sem endaði að sjálfsögðu með hörku hlaupum undan brjáluðu Kríunum. En við komumst á leiðarenda heil á húfi. Við sátum svo í bústaðnum með Svönu, Söndru og Guðrúnu, vinkonu hennar Svönu, eitthvað frameftir að spjalla og syngja í Karókí. Elín Mist sofnaði á svefnloftinu og Steinunn fékk svo að gista þar líka, en ég og Egill röltum uppí tjald til að lúlla þar.

Svo vaknaði maður aftur í steikinni næsta morgun, en samt var ekki nógu hlýtt úti til að liggja í sólbaði því það var svo mikið rok. Við borðuðum því bara morgunmat og pökkuðum svo niður og lögðum af stað á Skagann uppúr hádegi. Það sem eftir var dags lágum við á pallinum hjá mömmu og pabba í Mallorca-fíling. Bara næs það.

Í dag byrjaði síðasti áfangi sumarsins; Markaðs- og Vörumerkjastjórnun. Jebb, það eru bara 2 vikur eftir af skólanum, veivei!!! Og ég er meira að segja búin að lesa fyrir morgundaginn, hvort sem þið trúið því eður ei. Sat hérna úti í dag í 25 stiga hita að lesa skólabók.....shit happens sko...


Well......Síjú leiter

4 comments:

Anonymous said...

Þessar kríur voru ekki alveg að meika það á "inni/úti" listanum... ef að þær væru á lista í mogganum yfir mestu party spoilerum sumarsins þá myndu þær skora nokkuð hátt...

Fyrir utan þær var þetta nú besta helgi sumarsins hingað til. Góður félagskapur og gott veður.

awsome!

Anonymous said...

Haha já kríur eru klárlega partý poopers :p Mæli sterklega með aðeins lygnari og fuglafærri stað næst hehe

Sammála Agli, frábær helgi og rosa gaman =) Takk æðislega fyrir ferðina skvísa, já og Egill nottla líka :)

Kv. Steinunn

Anonymous said...

Já þessar kríur geta verið frekar leiðinlegar, lentum í þeim út í Flatey.... en gaman að heyra að ferðin var skemmtileg :)

kv, Zanný

Anonymous said...

Hæjj, heyrðu ætlar þú á skrall annað kvöld eða ? ég er að spá í að koma kannski annað kvöld og fara bara norður á föstudagsmorgun!!
Stony