Monday, July 9, 2007

Finally

Núna er sko orðið allt of langt síðan ég bloggaði......svo langt síðan að ég nenni ekki að segja frá öllu sem ég er búin að vera að gera. Ætla að segja frá einhverju af því hérna með myndum í staðinn.

Búin að fara í útilegu með Möggu og Elínu minni á Hellu. Það var engin sól.....en voða gaman samt.


Af því að það var engin sól þá nennti ég ekki að vera þarna alla helgina. Ég og Elín fórum uppá Skaga á laugardagskvöldinu og nýttum hús mömmu og pabba þar sem þau voru ekki heima, og Egill kom svo til okkar. Á sunnudeginum var glampandi sól þar og við lágum í leti út á palli.Svo djammaði ég hérna á Bifröstinni. Hef ekki gert það í háa herrans tíð....enda varð ég líka alveg dauðadrukkin og þynnkan á föstudeginum alveg í takt við það. Byrjuðum í rólegheitunum heima hjá Siggu.


Fórum svo í smá gítar partý í bústaðnum hans Gunna.


Svo fórum við á ballið uppí Hredda......gleymdi alveg að taka myndir þar.........sem betur fer held ég barasta.......


Fór í bæinn núna um helgina og kom heim seint í gærkveldi. Ég og Steinunn ætluðum í Háslólaútileguna í Hallgeirsey, en það var því miður uppselt. Frekar fúlt. Enduðum í grill – afmælis – singstar partý hjá Gumma bara. Það var ágætt......


Fór í Óvissubúðirnar í dag og það var hvorki meira né minna en 5 km skokk. Jebb......ég komst á leiðarenda, ótrúlegt en satt. Var sko tvísýnt á tímabili verð ég að viðurkenna. En voða gaman samt að klára, híhí. Var líka að enda við að panta mér flug til Prag. Flýg héðan til Kaupmannahafnar þann 18. september og þarf að bíða á flugvellinum í um 7 tíma eftir flugi þaðan til Prag. Spennó. Svona þegar maður er búinn að kaupa flugið þá er þetta orðið raunverulegra.......


En jæja, best að fara að skrifa ritgerð eða eitthvað
Síjú leiter

2 comments:

Anonymous said...

Ég og Sigga alveg að meika það sko hehehe en þetta var voða stuð :)
kv, Zanný

Anonymous said...

Ég var sko ekkert full, ef einhver reynir að halda því fram þá er það bull og vitleysa bara.....piff!!
Hihihi....takk fyrir kvöldið stelpur, það var geggjað stuð:)

Sigga