Thursday, June 7, 2007

This and that

Well hellooo people from far and near.
Búið að vera mikið að gera síðustu daga hjá mér og þess vegna hef ég ekkert bloggað. Er sem sagt búin að vera að vesenast í LÍN, skrifstofunni hérna og fleiri skemmtilegum hlutum, sem bæ ðe vei er ekki enn lokið. Best að tjá sig sem minnst um þessi mál. Svo er ég að sjálfsögðu búin að vera ofsa dugleg í ræktinni og skólanum. Búin að skrifa 2 ritgerðir fyrir Femínismann. Ég verð nú bara að segja að ég sé svo innilega ekki eftir að hafa skipt um fag. Þetta er bara rosalega áhugavert og skemmtilegt. Gaman að breyta aðeins til, fara úr “norminu” og prófa eitthvað nýtt, það er nú aldeilis....

Það er svo ekki frásögu færandi, en það er búið að úthluta mér “Buddy” út í Prag. Þeir eru ekkert að doka við hlutina þarna það er alveg á hreinu. Buddy-inn minn ku vera ungur tékkneskur drengur sem ber nafnið Martin. Ég veit ekki hvort hann er heimskur eða bara virkilega lélegur í ensku, en hann hljómar allavega “spes” í mailunum sem ég hef fengið frá honum, to say the least. Eníveis, he is very pleased to get to meet “dóttur” of Iceland next semester!! Híhíhí....

Jæja, hún Steinunn er að koma í heimsókn og ætlar að gista hérna hjá mér eina nótt, þannig að ég verð að hætta þessu bulli.....

Síjú leiter.....


1 comment:

Anonymous said...

Blessuð, takk fyrir síðast heheh en ég heyrði ekkert í þér á sunnudaginn út af bókunum.... kv, Zanný