Tuesday, June 12, 2007

Sól, sól skín á mig....

Var úti í sólinni í dag. Ég veit ekki nákvæmlega hvað var mikill hiti, en það hefur pottþétt verið mikið, því ég afrekaði það að brenna mig. Sit núna eldrauð og hot as hell með Aloe Vera gelið að vopni. Ég baðaði mig í heitapottinum í 1 og hálfan tíma eða svo og lét þar teikna á mig hvít sundföt. Aldeilis smekklegt skal ég segja ykkur.

Var reyndar líka aðeins úti í sólinni í gær og það birtist meira að segja mynd af því á
heimasíðu Bifrastar, hvorki meira né minna. Það þykir heldur betur fréttnæmt greinilega þegar fólk stundar líkamsræktina sína undir berum himni. Hún Sigrún Halldóra átti hugmyndina, og þar sem veðrið var bara svo gott þá var erfitt að segja nei. Heldur ekkert leiðinlegt að taka stundum þátt í einhverju smá flippi. Strákarnir (Benni og Addó) voru hinsvegar ekki alveg jafn geim í þetta og við stelpurnar, þar sem þeim fannst liggja einhver hætta í því að karlmennska þeirra myndi skaðast fyrir vikið. En svo slógu þeir nú til, alvöru karlmenn þeir tveir sko......með bringuhár og alles!!!

Gaman líka að segja frá því að hann Benni fékk viðurkenningu og niðurfelld skólagjöld þessarar annar fyrir að vera með hæstu meðaleinkunn í viðskiptadeildinni á síðustu önn. Geri aðrir betur sko.....

Jæja best að halda áfram að skrifa lokaritgerðina fyrir Femínismann, um klám og klámvæðingu. Víííí......

Síjú leiter


2 comments:

Anonymous said...

Ohh mig langar aftur í skóla...sat innilokuð á námskeiði í allan dag fyrir utan örfáar 5 mín pásur :( Hefði líka svo verið til í að vera með í útiræktinni :p

Kv. Steinunn vinnulúði

lilja said...

Rub it in......rub it in........