Pages

Monday, June 4, 2007

What to do, what to do???

Það er svona “allt gengur á afturfótunum” dagur hjá mér í dag.

1. Mætti í skólann í morgun kl 8, nánar tiltekið í fag sem ber hið ofur skemmtilega heiti Verðmat fyrirtækja. Er búin að kvíða mega mikið fyrir þessum áfanga síðan ég heyrði af honum fyrst og var með það ofarlega í huga þegar ég mætti í morgun að ég gæti alltaf skipt. Þegar kennarinn fór svo að útlista hvernig áfanginn verður uppbyggður þá var ég ekki lengi að ákveða mig. 3 verkefni (2 af þeim hópverkefni) og gagnalaust lokapróf......get ekki sagt að ég sé rosalega vel upplögð í það. Svo ég fór að skoða hvaða aðrir áfangar eru í boði. HHS er í Femínisma........hmmm má alveg skoða það. Ekkert lokapróf þar. Bara tvær stuttar ritgerðir (3 bls) í þessari viku og svo ein aðeins lengri (7 bls) í næstu viku. Piff....það er ekki neitt. Desicion made.

2. Er búin að vera á leiðinni í ár og aldir að endurnýja húsaleigusamninginn minn svo ég fái húsaleigubætur. Svoooo langt síðan ég skilaði inn umsókninni fyrir bótunum að þegar ég verð loksins komin með samninginn þá verð ég eitthvað um hundruðum þúsundum krónum ríkari. En hún er auðvitað ekki við konan sem ég þarf að tala við hér um þessi mál......típískt alveg.

3. Ég var að skipta um banka um daginn og er að lenda í þvílíku veseni út af því í sambandi við LÍN. Er ekki enn farin að sjá neina áætlun inná nýja heimabankanum mínum og þar af leiðandi ekki farin að fá neinn pening. Aaarrrgghhh!!!!

Sjitt, hvað þetta er pirrandi.......
Síjú leiter

1 comment:

Anonymous said...

Æ æ leiðinlegt þegar svona dagar eru.. en vonandi var dagurinn í dag betri :) sakna þín en gott að undirbúa sig áður en þú ferð á vit ævintýranna :) kv, Z