Tuesday, June 19, 2007

Accomodation in PragueÚff er búin að vera svo löt að blogga.... Bæti úr því hér með. Er núna að vesenast í að skoða húsnæði fyrir mig útí Prag. Skólinn býður uppá einhverskonar gistiheimili sem er staðsett ekkert mjög langt frá skólanum og það virðist allt saman vera mjög fínt. Fyrir utan að ég verð þá að deila íbúð með manneskju sem ég þekki ekki neitt og get ekki hitt fyrirfram. Gæti lent á hvernig manneskju sem er...... Eeeeen, á hinn bóginn, þá verð ég þarna í aðeins 3 mánuði og býst ekki við að eyða miklum af þeim tíma innandyra. Spurning um að láta sig hafa það fyrir aðeins 14.000 krónur á mánuði. Ef það væri svo alveg horrible, þá gæti ég alltaf reynt að redda mér bara þegar ég er komin út......eða eitthvað. Hvernig líst ykkur á þetta?Síjú leiter

3 comments:

Anonymous said...

Ok þú hefur komist betur að verðinu, 14.000 á mán sándar svoldið mikið betur en 3000 á dag :/ hehe !!

Iss þú verður svo mikið að ferðast og vesenast að það skiptir ekki öllu með hverjum þú lendir í herbergi með...vonandi samt ekki neinni crazy person :)

Steinunn

lilja said...

Næs...
Ég og Hafrún munum búa með 2 ÞJÓÐVERJA stelpum útí Kuala Lumpur... Líkurnar á því að þær báðar verði terrible eru meiri en að þinn eini verði það...
Ég trúi samt ekki öðru en að þetta verði bara gaman!
Ertu ekki orðin spennt!?!? :Þ

Rósa Skvísa said...

Úff jú svooo spennt!! Get ekki beðið.....
Þó þið fáið slæma herbergisfélaga þá hafðið þið samt alltaf hvor aðra :) Getið huggað ykkur við það sko... Vildi óska þess að einhver vinkona mín væri að koma með mér.... :( En samt, er rosalega spennt fyrir þessu og geri þá bara það besta úr þeim aðstæðum sem ég fæ ;)