Thursday, June 21, 2007

Skemmtilegheit

Oj vorum að klára svoooo leiðinlegt verkefni í MOBS sem á að flytja í tíma á morgun. Kennarinn í þessu fagi er einn sá leiðinlegasti sem ég veit um og þar af leiðandi er fagið ógeð..... Gæti örugglega verið ágætis lærdómur ef einhver annar væri að sjá um kennsluna. Við eyddum hvorki miklum tíma né fyrirhöfn í þetta verkefni, þannig að það gæti orðið skrautlegt í fyrramálið þegar þessi skemmtilegi maður (lesist á mjög kaldhæðnislegan máta) fer að yfirheyra okkur í sambandi við skýrsluna og aðra heima og geima. Veivei.

En allavega, skemmtileg helgi framundan. Skvass og út að borða í bænum annað kvöld, ræktin og sund með Steinunni á laugardeginum og grill um kvöldið. Aldrei að vita nema að maður opni einn breezer eða svo. Stefnan svo bara tekin á almenna leti á sunnudeginum. Næs.

Síjú leiter

1 comment:

Anonymous said...

Jamms sammála þér...þessi helgi leggst vel í mig hehe :D Allavega pottþétt sund/pott á laugardaginn, eins gott bara fyrir þetta gula fíbbl þarna að láta sjá sig =)

Steinunn