Wednesday, May 23, 2007

Miss Wrinkles

Það var pöntuð útlandaferð í gær. Nánar tiltekið þann 25. ágúst til Krít í 7 nætur. Ég og Egill erum sem sé að fara með Mána, vini hans Egils og Guðrúnu kærustu hans Mána. Ég og Guðrún vorum líka einmitt bekkjasystur í 10 ár..... í sitthvorum bekknum reyndar, en það er annað mál. Þetta verður rosalega gaman örugglega. Við ákváðum að skella okkur í svona vikuferð þegar ég komst að því að skólinn minn út í Prag byrjar ekki fyrr en 24. september. Verð sko að gera eitthvað í þessa 2 mánuði sem ég fæ í frí......og ekki ætla ég að fara að vinna sko, piff. Það er bara fyrir fólk með peningavandamál......

Svo er ég að fara að baka köku á eftir, í tilefni af því að ég á afmæli í dag. Já....ég er orðin alveg hundgömul. Er nær því að vera 30 heldur en 20, búhúhú.....En ekkert við því að gera svo sem.

Tími að byrja, Síjú leiter

2 comments:

Lilja said...

Til hamingju með afmælið skvísa!

Anonymous said...

Til hamingju með ammlið Rósa mín :) Það er ekkert við því að gera þegar mar eldist en gleðjast yfir því að lifa svona lengi ..vúhú.. var þetta ekki væmið og fallegt hehe.

Vil líka óska þér til hamingju að vera svona dugleg að blogga, ég er í þessum töluðu orðum að búa til nýtt blogg eins og þú jeijj :)

Kv. Steinunn