Tuesday, May 22, 2007

Klaufabárður

Mér tókst að klemma mig svo illilega áðan að fokkjú puttinn minn er alveg blár og marin. Var eitthvað annars hugar þegar ég var að koma inn um dyrnar heima hjá mér að ég gleymdi að taka hendina frá þegar hurðin lokaðist. Það var ekki laust við að ég felldi nokkur tár. Annan eins sársauka hef ég ekki fundið í langan tíma.....

Fór svo í Kickbox. Vorum 5 stelpur uppí Aðalbóli að reyna að fylgja eftir einhverju myndbandi sem Aldís á. Það fór pínu kjánahrollur um okkur í byrjun, en svo var þetta bara rosa gaman og allar urðum við vel sveittar og sætar. Gengum út með þvottabretti og stinnan rass....

En svo sit ég núna niðrí Helvíti í hópavinnu. Erum að gera 50% markaðsfræðiverkefni sem á að skila og kynna í tíma, á ensku og læti. Við ákváðum að taka fyrir Dove, snyrtivöru framleiðandann (samt eru 2 strákar í hópnum sko.....) þar sem þeir markaðssetja á allt annan hátt en allir aðrir snyrtivöru framleiðendur. Þetta verður gaman vonandi.

En hvernig er það, getiði hlustað á lagið sem ég var að setja hérna inn fyrr í dag???

Síjúleiter

4 comments:

Anonymous said...

Svaka þvottabretti sko annað eins hvefur ekki sést í langan tíma og talandi um rassinn úffff sinnur eins og stál, vonandi verður þetta gert aftur fljótlega, þetta var svaka stuð. En nei ég get ekki hlustað á þetta lag :(

Anonymous said...

Fokk sko Zanný hér heheh

Anonymous said...

Til hamingju með afmælið elskan mín :) vonandi verður dagurinn góður hjá þér kv, Zanný

Anonymous said...

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ.... flott síða hjá þér skvísa en nei ég get ekki hlustað á lagið.... kv Ásta Magga