Friday, May 25, 2007

My little one..

Það er ansi dautt hérna á svæðinu núna. Var víst svaka skrall í gær og þar af leiðandi langflestir ennþá rúmliggjandi eða eitthvað. Ég ákvað að vera bara heima þar sem ég er að fara á 10 ára árgangsmót á morgun uppá Akranesi. Það byrjar með stæl kl 16.....hvorki meira né minna.....þannig að það er um að gera að eiga inni slatta af orku.
Ég vaknaði kl 8 í morgun til að fylgja henni Elínu Mist í skólarútuna sem fer uppá Varmaland. Elstu krökkunum úr leikskólanum var boðið að koma í heimsókn yfir heilan dag, burtséð frá því hvort þau hyggjast á skólagöngu í Varmalandsskóla eða ekki. Elín fer náttúrulega í Grundaskóla, en fannst þetta samt sem áður alveg rosalega spennandi. Skrítið að ímynda sér að eftir sumarið verður hún bara byrjuð í skóla.
Það einhvernveginn er bara allt að benda til þess þessa dagana að ég sé orðin gömul. Í fyrsta lagi þá átti ég náttúrulega afmæli og varð það gömul að héðan í frá mun ég ljúga til um aldur minn. Í öðru lagi þá er ég að fara á 10 ára árgangsmót....já, ég hef sem sé verið out in the real world í heil 10 ár....oj barasta. Í þriðja lagi er litla barnið mitt að verða stórt. Úff....mér finnst þetta erfiðir tímar. Langar ekki til að verða fullorðin.....
Svo er hvítasunnuhelgin framundan og ég ætla ekki að vera hérna í sveitinni. Verð í borginni og uppá Skaga og ætla mér hreinlega að skilja tölvuna eftir heima. (Sorrí gæs, það mun vera læst....). Ég mun síðan pósta skemmtilegu slúðri frá helginni við hið fyrsta tækifæri.
Sújú leiter

No comments: