Pages

Monday, September 7, 2015

Uppáhaldsæfingarnar mínar

Ef þið eruð að fylgjast með mér á instagram eða snapchat þá vitið þið að ég er mjög dugleg að setja inn æfingamyndbönd. Ég elska sjálf að skoða annarra manna æfingamyndbönd til að fá hugmyndir að nýjum æfingum, betri útfærslur af þeim æfingum sem ég geri nú þegar og jafnvel hvernig maður getur beitt sér betur í æfingunum til að hámarka árangur. Þess vegna ákvað ég að vera sjálf dugleg við þetta og hef fengið mjög jákvæð viðbrögð hingað til. Bræður mínir stríða mér reyndar soldið fyrir að vera að gera eintómar “pappakassa-æfingar”, en það eru víst blessaðar bossaæfingarnar sem fá það viðurnefni hjá þeim. Enda líta margar þeirra út fyrir að vera skítléttar, en believe me – þær eru það sko alls ekki! Ég er búin að mana þá í að prófa þær við tækifæri, en sé það samt ekkert gerast á næstunni hahha.
 
 
Svona er æfingaplanið mitt þessa dagana:
  • Mánudagar = Fætur, kálfar
  • Þriðjudagar = Bak, magi
  • Miðvikudagur = Tvíhöfði, brjóst, þríhöfði, magi
  • Fimmtudagur = Hvíld
  • Föstudagur = Fætur með áherslu á hamstrings, magi
  • Laugardagur = kálfar, axlir, bak

Hver dagur endar svo á 1-3 bossaæfingum og þar á eftir tek ég 40 mín brennslu. Hver æfing er að taka samtals á milli 2 og 2,5 klst.
 
Ég á mér aldrei sömu uppáhaldsæfingar. Það fer algjörlega eftir því hver áherslan er hjá mér hverju sinni og hvaða æfingaprógrammi ég er á. En á því prógrammi sem ég er að taka núna þá eru þetta uppáhaldsæfingarnar mínar:

Hnébeygja
 
Afturspörk í cable
 
Upphífingar
 
Réttstöðulyfta
 
xx
Rósa
 

No comments: