Ég er núna á fullu að undirbúa mig fyrir Íslandsmótið í módelfitness sem haldið verður um páskana. So far gengur allt vel og ég var á svipuðum stað núna 10 vikum fyrir mót og ég var sirka 4-5 vikum fyrir mót síðast. Þannig að ég á góðar 5 vikur inni, sem ég ætla klárlega að nota í GÍFURLEGAR bætingar :) Er búin að byggja upp aðeins meiri vöðvamassa og er bara frekar sátt með stöðuna.
Ég er í þjálfun hjá Helga Tul hjá Sport og Fitness og hann sér um allar mínar æfingar og mælingar. Ég er að sjá um mataræðið mitt sjálf, nema hann leiðbeinir mér með það hvenær ég þarf að auka við eða draga úr hitaeiningafjölda og þess háttar :) Ég er einnig á pósunámskeiði hjá Sport og Fitness sem þau Helgi og Hafdís Björg sjá um niðrí Reebok Fitness (þar sem ég æfi að sjálfsögðu líka). Ég fór á pósunámskeið hjá þeim fyrir síðasta mót og munurinn á sviðsframkomunni minni var svo roooosalegur, að það bara nær engri átt :)
Ekki vera feimin við að kommenta á færsluna um hvað þið mynduð helst vilja lesa hjá mér, ef þið ætlið ykkur að lesa :) Ekki það að ég myndi líka örugglega alveg blogga þó ég hefði enga áheyrendur, er með svo mikla tjáningaþörf :D
xx
Rósa
No comments:
Post a Comment