Ég er ekki ennþá alveg ákveðin í hvaða flokki ég mun keppa í, mig langar rosalega að fara í fitnessið (-1.63 cm), en svo kemur bara soldið í ljós hvernig maður verður staddur þegar er sirka mánuður í mót, hvort ég muni halda mig við módelfitnessið að þessu sinni. Ég elska meira lúkkið á bikini-fitness stelpunum úti, en mér finnst sviðsframkoman og pósurnar ekki alveg eiga nógu vel við mig…og þið sem hafið horft á mótin vitið hvað ég meina. En þetta kemur allt saman í ljós allavega.
Núna um helgina eru 11 vikur í mótið svo það er bara HARDCORE vinna framundan, einmitt eins og ég vil hafa það. Mér gengur alltaf lang best að gera allt þegar það er pressa á mér og eitthvað deadline framundan. Þó svo að ég hefði viljað vera betur á mig komin á þessum tímapunkti þá þýðir ekkert að væla yfir því núna og hugsa af hverju maður hætti ekki “bölkinu” fyrr og svoleiðis. It is what it is. Og ég ætla bara að gera mitt allra besta og toppa formið mitt síðan í nóvember. Ég hef trú á að ég geti það!
Ræktar Rósa :D |
Ég
er í fjarþjálfun hjá Valgeiri Gauta og það er óhætt að segja að það sé
hardcore. Geðveikt skemmtilegt og krefjandi æfingaplan, strangt matarplan og
mjög gott feedback. Mælingar á 2ja vikna fresti og eftir mælingarnar fær maður
svo update á prógrömin sín. Ég fékk mitt fyrsta update í gær, það var bætt við
nokkrum settum, repsum, æfingum og 10 mínútum bætt við brennsluna sem ég tek
eftir lyftingarnar. En ég er sem sé að æfa 5 sinnum í viku núna og er alveg um
2 tíma sirka í hvert skipti. Núna mun tíminn sennilega færast upp í 2,5 tíma.
En ég ELSKA náttúrulega að vera í gymminu, þannig að ekki kvarta ég undan því. Fyrst
eru hardcore lyftingar og svo brennsla í 40 mín strax á eftir.
Held ég láti þessa færslu duga í bili en mun vera dugleg að blogga um þetta allt saman, en þið megið endilega svara eftirfarandi fyrir mig (hér í kommenti, eða á snapchat) :)
Hvað viljiði lesa um næst hjá mér?
- Fæðubótaefnin sem ég er að taka
- Hvernig ég “preppa” mat fyrir vikuna
- Uppáhalds æfingarnar mínar
Eða kannski bara eitthvað ekkert fitness-tengt, eins og:
- Færslu um sjónvarpsþætti (like I did in the old days)
- Snyrtivörurnar sem ég keypti í New York
Endilega látið mig vita, alls ekki vera feimnar :)
Munið svo að þið getið líka fylgst með mér á Snapchat og Instagram undir notendanafninu: rosasoffiaxx
Rósa
No comments:
Post a Comment