Það er svo erfitt að vera veikur!
Sérstaklega þegar maður er á ströngu matar-og æfingarplani í niðurskurði fyrir
mót og þarf að sinna 3 vinnum, heimili og barni (ungling). Já ég er að vorkenna
mér geðveikt mikið! Mér finnst svo leiðinlegt að fá svona pest eins og ég er
með núna, hellings kvef og mikil hálsbólga. Mér finnst það ekki nóg til að vera
heima, því ég er jú ekki rúmliggjandi og get alveg gert allt. Það er bara svo
pirrandi að vera illt í hálsinum og þurfa alltaf að vera að snýta sér! Ætla rétt
að vona að þetta vari ekki lengi og verði ekkert verra en ég er núna, ég bara
má alls ekki vera að því. Er loksins búin að vinna allt upp síðan ég var í New
York hérna í vinnunni, komin á gott skrið í köttinu og búin að vera að taka
heimilið mitt alveg rækilega í gegn síðustu kvöld (var mjög löt að þrífa í allt
sumar).
Hvað ég væri til í að vera svona kúrandi heima núna :) |
Annars er það nýjast að frétta að brennslan
hjá mér er búin að aukast úr 40 í 50 mínútur á dag, og ég má skipta henni niður
ef ég vil. Til dæmis að taka 25 mín um morguninn fyrir vinnu og 25 mín eftir
lyftingaræfinguna seinni partinn. Ég var með fim og sun sem hvíldardaga, en
núna á ég að taka líka 50 mínútur í brennslu þá daga. Svo ég var mætt niðrí
Reebok í Urðarhvarfinu kl 06:30 í morgun og tók mínar 50 mínútur á stigavélinni
(nota bene, öll mín brennsla er á stigavél, þessi rass SKAL lyftast!!!). Þó það
hafi verið soldið erfitt sökum kvefsins þá hafðist það og mér leið bara betur
þegar ég var búin. Núna eru 10 vikur í mót og ég er orðin ansi tæp, verð að spíta heldur
betur í lófana ef þetta á að takast hjá mér. Leyfi ykkur að fylgjast með
xx
Rósa
No comments:
Post a Comment