Ég fékk loksins góða mælingu síðasta sunnudag! Alveg kominn tími til. Það borgaði sig greinilega að hrista aðeins uppí brennslunni og bæta við fituna í mataræðið. Ég er því búin að halda áfram á sama plani núna í vikunni og vona að ég fái aftur góða mælingu næst. Ef mælingin mun ekki koma vel út, þá ætlar þjálfarinn að láta mig hætta á kreatíninu og sjá hvort að það fari eitthvað að hraða ferlinu. Þetta er nefnilega búið að ganga mun hægar núna hjá mér heldur en fyrir keppnina í nóvember....sem er alveg frekar svekkjandi af því að ég var búin að leggja svo mikið á mig að halda mér góðri á milli svo að þetta yrði ekki svona erfitt, en samt er þetta bara jafn erfitt, ef ekki erfiðara núna heldur en síðast. Er búin að vera alveg nokkuð oft að hugsa um að gefast bara upp og hætta við að keppa núna og taka bara nóvember. En svo hætti ég náttúrulega alltaf við það, því það er ekki alveg til í mínum bókum að gefast upp.....ég klára það sem ég byrja á!!
En eins og er þá er ég 55,7 kg og 12% fita (þegar voru tæpar 8 vikur í mót). Viku fyrir mót síðast var ég 11,5% og um 53 kg. Svo ég er greinilega búin að bæta á mig vöðvamassa og minnka fituna, sem er ekkert nema gott! Mun klárlega ná mínu besta formi, en það ætlar ekki að vera auðvelt, það er alveg á hreinu!! :)
|
Klárt mál! |
|
Það er nefnilega bara þannig |
Svo er Eurovision lokakeppnin um helgina. Ég er ekki búin að fylgjast mikið með þessu, nema ég ákvað að taka smá törn núna að hlusta á öll lögin þar sem við ákváðum að skella í smá veð-pott í vinnunni. Ég held með laginu "Fyrir alla" með Daníel Óliver, en finnst einnig lagið hans Friðrik Dórs og Maríu Ólafs koma sterk inn. Eitthvað af þessum þremur lögum hlýtur að vinna amk, ég trúi ekki öðru!!
Eigið góða helgi :)
|
xx |
Rósa
1 comment:
Relaxing weekend til þín!
Images Animated Gif
Post a Comment