Pages

Tuesday, September 11, 2007

Kvíði og spenna

Hæhæ
Mikið rosalega er skrítið að september mánuður sé næstum því hálfnaður og ég er bara ennþá í fríi. Er ekki alveg að ná þessu. En í dag er bara akkúrat vika í að ég leggi af stað í stórferðalagið og það er víst nóg sem maður þarf að gera til að undirbúa svona ferð.

-
Verð að redda mér stúdentakorti. Veit einhver hvar maður fær svoleiðis?

- Þarf að tala við konurnar í bankanum mínum svo að fjármálin verði alveg á hreinu í útlandinu.....leiðinlegt að lenda í einhverju veseni þarna úti.

-Þarf að pakka niður skipulega......vill nú ekki þurfa að borga of mikið í yfirþyngd.....óboj, þetta verður klárlegasta erfiðasta verkefnið....

-Tékka hjá Sjóvá hvort að ég sé ekki alveg öruggleg tryggð í svona ferðalagi.

-Fá mér Skype.

-Setja fullt af góðri tónlist inná nýja Ipodinn minn.

-Og örugglega eitthvað fleira sem ég er að gleyma........

Það er alveg ótrúlegt hvað maður er alltaf á síðustu stundu með allt saman. Ég verð komin til Prag um 10 leytið að kvöldi til þann 18. september og buddy-inn minn hann Martin ætlar að sækja mig og skutla mér á heimavistina mína. Næstu daga ætlar hann svo að sýna mér það helsta og kenna mér á lestarkerfið og ýmislegt fleira bráðnauðsynlegt. Skólinn minn byrjar svo ekki fyrr en 24. september og er fyrsta vikan bara svona kynningarvika.

Ég kvíði soldið fyrir samskiptum mínum við hann Martin (sem og aðra Tékka), þar sem hann er svo hrikalega lélegur í ensku að það er varla fyndið. Í síðasta meili sem ég sendi honum spurði ég hann hvort það væri gym í skólanum eða nálægt einhversstaðar, og hann spurði mig einfaldlega á móti: What is gym???? Ég tek reyndar áfanga í skólanum í tékknesku þannig að það er spurning hvort ég verði ekki bara að bjarga mér þannig frekar. Svei mér þá........

Ég fékk svo alveg kvíðahnút í magann þegar flugvesenið var í gær og flugum var að seinka hingað og þangað. Ég nefnilega fer í tengiflug þegar ég flýg út og má því ekki við neinni seinkun að ráði. En þeir vilja meina að sáttir séu að nást og ekki verði fleiri seinkunir á flugum.......og það er líka eins gott fyrir þá. Eins og maður sé ekki nógu kvíðinn fyrir sko.......sjæs.

En jæja, ætla að kveðja í bili
Sjáumst síðar

4 comments:

Anonymous said...

Þetta verður svaka gaman hjá þér og mikil upplifun, þessi kvíðahnútur verður farin um leið og þú lendir í prag.... en ég vil bara óska þér góðs gengis og þú verður að vera dugleg að blogga í útlandinu... Rannveig

Anonymous said...

já, veistu... best að vera ekkert með of miklar áhyggjur af þessu... þú verður bara að hugsa með þér "þetta reddast" og vera jákvæð ;)

Knúss kveðja, Egill

Anonymous said...

Veistu þetta er skrítið til að byrja með en svo bara ÆÐI :D Átt aldrei eftir að sjá eftir því að hafa farið ... hlakka svo til að sjá þig síðan, sakna þín..

Steinunn

Anonymous said...

Þetta reddast allt á endanum... taktu Egil á orðinu... :)
Vertu svo dugleg að blogga svo að við klaka búar getum fylgst með þér... :)
kv. Hafrún