Ég er komin niður í 1550 hitaeiningar á dag í matnum, tók út ananas og mangó og bætti við fitu. Keypti mér omega 3 fiskiolíu og fæ mér á morgnanna eina matskeið. Ég var alltaf í ruglinu með morgunmatinn því mér finnst haframjöl svo ógeðslega vont og var eiginlega bara að borða alltof lítinn morgunmat. Ég ákvað að fikra mig aðeins áfram í próteinvöfflu-gerð og er núna heldur betur búin að mastera ótrúlega góðar vöfflur, þó ég segi sjálf frá. Og algjörlega köttvænar :)
Til að gera 1 vöfflu nota ég:
1/2 skeið cookies and cream whey prótein
1/2 dl haframjöl
1 msk karmellu síróp frá Walden farms
2 eggjahvítur
Ég hræri þetta saman með handþeytara og skelli svo í heitt vöfflujárnið. Mér finnst þær það góðar að ég get alveg borðað þær þurrar :) En auðvitað væri hægt að borða þær með hnetusmjöri eða hverju sem fólki finnst gott.
Nýja morgunrútínan mín í uppáhaldi þessa dagana :) |
Ég bætti svo við meira af grænu grænmeti í mataræðið mitt líka, var ekki búin að vera alveg nógu dugleg í því. Núna er spínat kvölds og morgna, brokkolí og ferskur chilli pipar :)
Ég er að taka 50 mín morgunbrennslur alla virka daga og keypti mér brennslutöflur sem ég tek áður en ég fer að brenna (á fastandi maga) og ber á mig sweet sweat líka. Þetta combo er svo geðveikt, ég er að svitna svo mikið að það er nánast hægt að vinda fötin í lok brennslunar.
Statusinn á mér er núna: 56 kg og 13% fita.
Ætlaði mér að vera komin muuuuun lengra niður á þessum tíma í köttinu, en núna er bara að vona að þessar breytingar skili sér í betri mælingum á næstunni.
xx
Rósa
No comments:
Post a Comment