Ég byrjaði í sumarfríi 27. júlí og síðan þá er ég varla búin að vera fyrir framan tölvuskjá, nema rétt til að kíkja á póstinn minn og horfa á þætti. Ég nenni þar af leiðandi eiginlega ekki að skrifa neitt mikið um það sem ég er búin að vera að gera, ætla bara að punkta niður það sem ég man eins og er:
- Fór í sumarbústað í viku á Illugastöðum. Alger lúxus bústaður á mjög rólegum stað sem ég mæli eindregið með. Á pottó eftir að fara þarna aftur.
- Var heima hjá mömmu og pabba um verslunarmannahelgina. Þau voru að koma heim frá Mallorca með Elínu mína og það var svo gaman að hitta hana aftur. Elín alveg súkkulaðibrún og sátt með lífið. Það var tekin vidjóspóla og borðað fullt af nammi á hverju kvöldi. Ef ég hef einhverntímann sukkað almennilega, þá var það þessa helgi....
- Eftir versló fór ég uppá Bifröst að pakka. Gerði þetta í rólegheitunum bara. En vá hvað ég er komin með mikið ógeð á að flytja, helmingurinn af því hálfa væri sko mikið meira en nóg.....Skilaði íbúðinni af mér svo 15. ágúst. Núna bý ég sem sé uppá Akranesi hjá mömmu og pabba og við Elín erum saman í um það bil 5 fm herbergi. Getið ímyndað ykkur stuðið hér á bæ.
- Ég fór í kveðjupartý hjá Steinunni í borginni um daginn. Hún er að fara út núna á föstudaginn og hélt partý til að kveðja alla vini sína. Það var rosalega gaman, var svaka góð bolla og góður matur í boði og svo fórum við í bæinn og tjúttuðum þar langt fram á nótt.
- Við hittumst á kaffihúsi í Reykjavík, fjórar æskuvinkonur, í síðustu viku, þ.e. ég, Steinunn, Begga og Vala. Byrjuðum að spjalla saman aftur í gegnum Myspace. Það var rosa gaman að rifja upp gamla tíma og sjá hvað fólk er búið að breytast mikið – eða ekki breytast neitt. Það var mikið slúðrað þetta kvöld, óhætt að segja það sko.
Ég verð í sumarfríi alveg til 18. september. Veit sko ekki alveg hvað ég að gera af mér allan þennan tíma. Er reyndar að fara til Krítar núna á laugardaginn 25. ágúst í eina viku, en þar fyrir utan er ekkert planað. Ætli ég haldi ekki áfram bara að vera hérna í foreldrahúsunum að éta mig feita og glápa á sjónvarpið eða eitthvað. Ég verð nú samt að viðurkenna að ég er mjög fegin að vera ekki að fara uppá Bifröst þessa önnina. Er alveg komin með nóg af staðnum í bili.....gott líka að sleppa við eina önn af þessari fokdýru leigu og svona. En jæja, ætla að láta þetta duga í bili. Reyni að láta heyra í mér aftur fyrir laugardaginn.
Sjáumst síðar kæru vinir
3 comments:
Það var mikið að það kom eitthvað líf á þessa síðu ;) ekki að ég hafi ekki verið í daglegu sambandi við þig nánast hehe !! Annars prófaði ég skype áðan og þetta virkar eins og ég sagði, þarft s.s. ekki að skikka mömmu þína í skype notkun :D
Vá hvað þetta er skrítið allt saman samt, kveðja og pakka og svona :/
Jæja nú ertu farin út og átt eftir að skemmta þér konunglega það er alveg á hreinu. Vonandi kíkir þú eitthvað hingað á Bif áður en þú ferð alveg út... en heyri í þér síðar
Jæja Rósa mín...hvernig væri að koma með smá fréttir ?? eða signa sig inn á msn eða eitthvað, ekkert búin að heyra í þér allt allt of lengi :( Farin að sakna þín allt of mikið...
Steinunn
Post a Comment