Pages

Thursday, July 26, 2007

Langþráð frí

Þá er þetta loksins alveg að verða búið. Lokapróf á morgun og svo er ég bara komin í SUMARFRÍ !!!! Ég var farin að halda að þessi dagur ætlaði aldrei að láta sjá sig, en nú er hann loks að renna upp. Þó fyrr hefði verið.

Er að reyna að læra undir prófið núna, ásamt því að pakka niður fyrir smá innanlands ferðalag. Strax eftir prófið á morgun koma Magga og Egill nefnilega að sækja mig og er ferðinni heitið alla leið á Illugastaði, sem er um 50 kílómetrum lengra en Akureyri, í sumarbústað. Þar ætlum við að vera í eina viku í algerri afslöppun og almennri leti. Næs. Við ætlum líka að taka með okkur allan útilegubúnað þannig að á heimleiðinni, á föstudeginum eftir viku, getum við stoppað á Akureyri og tjaldað þar yfir verslunarmannahelgina.

Ég verð sumsé ekki í tölvusambandi allan tímann þannig að ef þið viljið tala við mig þá er það bara gamli góði síminn. Ég segi bara góða helgi og skemmtið ykkur í sumarfríinu, þið sem eruð líka að fara í frí. Veeeiiiii!!!

Er búin að heyra í Elínu minni frá útlandinu, og hún er að skemmta sér alveg konunglega. Ekki að spurja að því. Sú litla er búin að fá sér svona útlanda-fléttur í hárið, búin að eignast vinkonu á hótelinu og búin að fara að sjá Grease sýningu þar sem mín sat í fremstu röð og leit ekki af sýningunni allan tímann. Alveg í skýjunum skvísan.

Sjáumst seinna gott fólk

1 comment:

Anonymous said...

Jiii dúllan segi nú bara ekki annað en gott að heyra að hún er að skemmta sér, hefði sko alveg vilja hitta hana þarna úti :) en já góða ferð í fríi sjáumst svo aftur þegar ég kem heim og áður en þú ferð út :) er það ekki málið